Þessa dagana er ég búin að vera með æði fyrir grískri jógúrt með múslí og ferskum berjum. Mér finnst lang besta múslíið það sem ég geri sjálf, það er mjög einfalt og tekur enga stund að útbúa. Uppskriftin er heldur ekkert heilög heldur nota ég oft bara það sem ég á til hverju sinni.

3 bollar glútenlausir hafrar
1 dl saxaðar möndlur
1 dl kókosflögur
1/2 dl sólskinsfræ
1/2 dl graskersfræ
1/2 dl heslihnetur
1/2 dl kasjúhnetur
1/2 dl kakónibbur
2 msk chia fræ
1 bolli saxaðar döðlur eða aðrir þurrkaðir ávextir svo sem rúsínur eða goji ber (einnig gott að blanda saman ávöxtum)
1 tsk sjávarsalt
1 tsk kanill
Kreist epli / eplasafi
2 msk kókosolía
2 msk agave síróp eða hunang

13271762_10153744088754150_161140772_o

Blandið öllu saman í skál nema döðlunum.
Setjið í eldfast mót og inn í ofn á 180°c í ca 35-40 mín eða þar til orðið brúnt.
Gott er að hræra reglulega í blöndunni svo ekkert brennist, döðlunum er svo bætt við þegar 10 mínútur eru eftir af tímanum.

Múslíið geymist best í lokuðu íláti, td glerkrukku, en þannig geymist það í 2 vikur.

13288365_10153744089594150_104584959_o

13271471_10153744089574150_927178026_o

maría

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!

Alpha girls