Ég ætla eingann veginn að reyna að sannfæra nokkra manneskju um að ég sé hlutlaus í eftirfarandi pistli en ég ætla heldur betur samt að skrifa hann.

Maðurinn minn er „sous chef“ á veitingastaðnum VOX sem staðsettur er á Hilton hótel svo að eins og ég segi er ég auðvitað ekki hlutlaus þegar ég dásama matinn sem þar er gerður. Ég er aftur á móti alls ekkert að plata ykkur með þessum pistli og langar til að hvetja fólk til að fara út að borða á VOX að kvöldi til. Flestir íslendingar hafa farið í hádegishlaðborð eða í brunch um helgar sem er líka alveg geðveikt en það er samt ekki það sama. Vox býður upp á háklassa mat og mæli ég sérstaklega með því að fara í árstíð sem er yfirleitt sjö rétta seðill. Um að gera að skella sér í vínpakka með til að fá upplifunina beint í æð og muna það að þegar maður fer í slíkan seðil á svona fínum stað þá er maður að borða allt kvöldið. Þetta er gert fyrir upplifunina en ekki bara grunnþörfina að borða til að vera saddur, þó maður verði það svo sannarlega eftir svona kvöld.

Við skelltum okkur í tilefni konukvöldsins í allan pakkann og ég tók nokkrar myndir. Ég ætlaði reyndar að taka af öllu en var svo upptekin að borða að ég bara gleymdi því.

Þess má einnig geta að Vox fékk viðurkenningu á dögununum í Michelin guide-inum sem er ótrúlega vel gert og mikið afrek. Ég er fáránlega stolt af mínum manni og samstarfsfólki hans.

Ásdís Gunnars
Ásdís Gunnars er förðunarfræðingur, klæðskeri, eiginkona, hundaeigandi og móðir sem hefur mikinn áhuga á öllu fyrir heimilið og að hafa fallegt í kringum sig.
Alpha girls