Grænmeti er eitthvað sem við öll ættum að borða vel af á dag, en þau hjálpa okkur að viðhalda andlegri og líkamlegri heilsu ásamt því að sjá okkur fyrir vítamínum.

Eftirtaldar grænmetistegundir hjálpa okkur líka að viðhalda heilbrigðu hári ásamt því að hjálpa því að síkka hraðar!

Spínat 

Spinach1-320x184

Spínat inniheldur mikið magn af zink og járni ásamt öðrum nauðsynlegum vítamínum og steinefnum. Zink- og járnskortur hefur oft verið tengdur við hárlos og því er gott að reyna að fá eins mikið af því úr fæðunni okkar og við getum.

Gulrætur

Carrots-320x166

Þær innihalda mikið af B7 vítamíni og Bíótíni sem er nauðsynlegt fyrir hárvöxt og styrkir einnig hárrótina svo að hárið losnar síður úr hársekknum.

Laukur

Onions-320x190

Ekki bara innihalda laukar allskyns vítamín, bíótín og járn, heldur hjálpa þeir líka til að halda gráum hárum í skefjum lengur.

Sætar kartöflur 

Sweet-potatoes-320x154

Innihalda mikið A vítamín sem er nauðsynlegt fyrir endurnýjum fruma í líkamanum, þar á meðal húð- og hárfruma.

Tómatar

tomatoes-320x172

Eru ríkir af andoxunarefnum á meðan þeir hjálpa til við að halda óhreinindum og eiturefnum í burtu frá hársverðinum. Þeir hjálpa einnig til við að endurnýja frumur.

Rauðrófur

Beetroots-320x185

Rauðrófur stundum taldar allra meina bót og oft er sagt að rautt grænmeti sé mjög gott til að auka hárvöxt þar sem að það inniheldur efnið lycopene.

 Grænt Chili

Green-Chili-320x205

Inniheldur mikið af keratíni og E vítamíni, sem hvort tveggja er nauðsynlegt til að viðhalda heilbrigðu hári og auka hárvöxt.

 

Heimildir: Stylecraze.com

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls