Indverskur matur er alltaf góður, sérstaklega á veturnar þegar mann vantar smá hlýju í kroppinn.

Þessa uppskrift hef ég þróað með mér í gegnum árin, en það skemmir ekki að hún er líka mjög holl!

Uppskrift fyrir 2

Það sem þú þarft:

  • 400-500 gr úrbeinuð kjúklingalæri
  • 4 hvítlauksrif
  • Örlítið ferskt engifer (á stærð við litla nögl)
  • 1 stór púrrulaukur
  • 1/2 rautt chili
  • 1 dós tómatpúrra
  • 1 dós létt kókosmjólk
  • 1 msk karrý
  • Hálfur teningur af kjúklingakrafti
  • Salt og pipar

Aðferð:

Brytjið kjúklinginn í bita og brúnið á pönnu með olíu. Saltið og piprið. Fínsaxið engifer, hvítlauk, chili og lauk. Bætið því svo við kjúklinginn og lækkið hitann örlítið.

Blandið tómatpúrru, kókosmjólk (muna að hrista vel!) og karrý saman í skál, og hellið yfir pönnuna. Hækkið hitann aðeins aftur. Bætið við 1/2 tening af kjúklingakrafti. Látið malla í 15-20 mínútur og smakkið til með salti og pipar. Ef þið viljið hafa réttinn sterkari, bætið þá við chili dufti.

Berið fram með hrísgrjónum, Naan brauði og góðu salati.

Gunnhildur Birna
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 29 ára förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og afleysingakennari í MOOD Make Up School. Snap: gunnhildurb
Alpha girls