Heimurinn er að verða meðvitaðri um nauðsyn fitu í mataræði og dagar þess „fituskerta“ eru að líða undir lok. Samkvæmt The American Heart Association (AHA) er mælt með því að við fáum 20-35% af hitaeiningunum okkar úr fitu. Fituna þurfum við til dæmis til að viðhalda góðri sjón og hún er talin nauðsynleg fyrir þróun heilastarfsemar í börnum. Einnig gerir fita í mataræði kraftaverk fyrir húðina og varnar meðal annars hrukkum.

Gæði

Það skiptir máli að gæðin séu til staðar og að fitan sem við borðum sé að mestu „góð“ fita. Matur eins og lárperur (avocado), hnetur, möndlur, kókosolía, ólívuolía og fleira orðið meira móðins og á það sameiginlegt að innihalda holla fitu. Svo er heldur ekkert verra að borða í hófi mat eins og bacon, rjóma og osta!

Hitaeiningar?

Munum samt að fituríkur matur er hitaeiningaríkur og ef við erum að passa upp á heilsuna er sniðugt að notast við forrit eins og MyFitnessPal til þess að fylgjast með hlutföllum á næringarefnunum sem við borðum.

 

 

Gunnhildur Birna
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 29 ára förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og afleysingakennari í MOOD Make Up School. Snap: gunnhildurb
Alpha girls