Ef það er eitthvað sem ég gæti lifað á, þá væri það bananabrauð. Og eiginlega flest allt bakkelsi með bönunum. Þessa uppskrift hef ég þróað talsvert frá því að ég prófaði hana fyrst, enda er ekkert heilagt og um að gera að breyta og bæta. Brauðið er hollara en venjulegt bananabrauð, ásamt því að vera fullt af trefjum.

Innihaldsefni: 

1 bolli spelthveiti

1 bolli haframjöl

2 tsk vínsteinslyftiduft

1 tsk matarsódi

¼ tsk salt

1-1 ½ tsk kanill

2-3 vel þroskaðir bananar (og vel stappaðir)

1 egg

8 saxaðar döðlur (má vera meira eða minna)

1/2-1 dl mjólk (ég nota fjörmjólk eða léttmjólk)

Gott ráð er að setja bananana og döðlur saman í blandara til að sleppa við að saxa eða stappa ;)

Aðferð: 

Blandið þurrefnum saman í skál. Bætið bönunum, eggi og döðlum saman við. Hrærið varlega saman og setjið í eitt stórt brauðform, eða tvö minni. Munið að smyrja formin áður. Bakið í ofni við 180-200° í ca 40 mínútur.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls