Ég veit ekki með ykkur en ég er alveg fallin fyrir tannhvíttun með kolum. Það að vera með teina hefur óhjákvæmilega gert tennurnar mínar aðeins gulari sem fær dálítið á sálina þar sem að ég var með skjannahvítar tennur þegar ég byrjaði í tannréttingum. Ég var mjög öflug í tannhvíttun en bar að vísu ekki næga virðingu fyrir tönnunum mínum á því tímabili og keypti mikið af tannhvíttunarstrimlum að utan. Undanfarið ár  hefur þó allt svoleiðs verið alveg stranglega bannað þar sem að það gæti beinlínis eyðilagt teinana mína og kostað mikinn pening.

Carbon Coco

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Þegar ég fór í leiðangur til þess að finna heilbrigðari tannhvíttun rakst ég á heimasíðu Daria.is og varð mjög áhugasöm yfir Carbon Coco sem hefur farið sigurför um heiminn. Carbon Coco er 100% náttúrulegt tannhvíttunarefni sem er unnið úr kolum. Það hvíttar ekki bara tennurnar heldur dregur það úr andremmu, dregur úr bakteríum sem valda skemmdum og „detox-ar“ munninn. Duftið er sjálft mjög fíngert, alveg bragðlaust og kolsvart. Maður dýfir einfaldlega blautum tannbursta í það og burstar í hringlaga hreyfingar í tvær mínútur.

Mér finnst lang best að fylgja á eftir með Carbon Coco tannkreminu sem er einnig unnið úr hreinum kolum og frískar upp á tennurnar með mildu myntubragði. Ég sé mikinn mun á tönnunum þegar ég er búin að nota þessar vörur nokkrum sinnum í röð, en ég er reyndar enn of feimin til þess að pósta fyrir og eftir myndum af tönnunum með teinunum á.

DÁSAMLEGUR SNYRTISPEGILL MEÐ LÝSINGU

Mig hefur lengi langað í snyrtispegil með led lýsingu en bý því miður ekki svo vel eins og er að geta sett svoleiðis upp heima hjá mér, nema að fara í stórkostlegar breytingar á leiguíbúðinni sem ég bý í og eyða miklum fjármunum. Þess vegna finnst mér speglarnir hjá Daria mjög góður kostur þar sem að þeir eru færanlegir og hægt að fá i nokkrum stærðum. Ég valdi mér svartan spegil í miðstærð sem ég get fært til á mismunandi borð á meðan ég farða mig, sem ég elska. Ég hef notað spegilinn til þess að farða mig í lélegri birtu ásamt því að taka myndir á kvöldin, en núna þegar farið er að dimma sé ég mun betur hvað hann með öflugri lýsingu sem virkilega hjálpar mér að ná öllum smáatriðum í förðun. Einnig fylgir með stækkunarspegill á sogskálum sem breytir öllu þegar það kemur að eyeliner eða að plokka lítil hár.

Ég mæli með því að þið kynnið ykkur úrvalið inni á Daria.is, en auk þess að vera meðþessar vörur þá selja þau líka allt frá snyrtivörum upp í sniðuga aukahluti! Síðan er einnig á Facebook þar sem hægt er að senda fyrirspurnir og margt fleira.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls