Færslan er unnin í samstarfi við Real Techniques á Íslandi

Mig langar til að segja ykkur frá tveimur nýjum settum í merkinu Real techniques en þau komu í sölu fyrir stuttu síðan. Settin koma í mjög takmörkuðu upplagi og því þarf að hafa hraðar hendur vilji maður eignast þau. Settin eru ólík þeim settum sem áður hafa komið og eru mjög skemmtileg.

Prep & prime set

Inniheldur:

  • Svamp.
  • Stand undir svampinn.
  • Skaft með stálkúlu til að bera á augnkrem.
  • Spaða til að taka vöruna upp úr krukkunni.
  • Bursta sem er sérstaklega ætlaður í krem eða primer.

Prep + colour set

Inniheldur:

  • Varalitabursta fyrir litinn sjálfann.
  • Blævængsbursta fyrir t.d. highlighter.
  • Bursta til að ,,preppa“ varirnar með skrúbb, salva eða primer.
  • Varaliner bursta til að ramma inn.
  • Hólk með spegli fyrir burstana.                              

Þessi sett eru fullkomin viðbót við merkið og innihalda mikið af vörum sem maður hefur ekki séð áður. Ég ELSKA járnkúluskaftið og litla blævængjaburstann einstaklega mikið!

Settin fást í einhverjum verslunum Hagkaupa, nokkrum apótekum og í Kjólar & Konfekt.

Ásdís Gunnars
Ásdís Gunnars er förðunarfræðingur, klæðskeri, eiginkona, hundaeigandi og móðir sem hefur mikinn áhuga á öllu fyrir heimilið og að hafa fallegt í kringum sig.
Alpha girls