Færslan er unnin í samstarfi við Milkshake á Íslandi

Milk Shake kemur yfirleitt með nokkrar vörur klæddar í bleiku þegar október mætir.

Þennan október mánuð eru þrjár uppáhalds vörurnar mínar komnar í bleikar umbúðir og rennur hluti af þeim til Ljóssins.
Það er æðislegt þegar stór fyrirtæki ákveða að styrkja og gefa af sér til þeirra sem þurfa.

Þetta ár þá er Whipped Cream, Leave-in Conditioner Spray og Incredible Milk í bleikum búning.

14643048_10157698560110372_1145209919_n

Whipped Cream

Hvernig nota ég vöruna?
Whipped cream er næring sem er sett í rakt hárið eftir þvott. Þessa froðu næringu á ekki að skola úr. Hún er „leave in“ næring sem hentar fyrir allar hártegundir.

Whipped cream má líkja við rjóma og eru umbúðirnar eins og rjómasprauta og lyktar hún eins og karmellu royal búðingur – alls ekki slæmt!

Þetta er mjúk froða sem er gerð úr mjólkurpróteinum, hún inniheldur mikin raka og finnur þú strax fyrir virkninni þegar hún er komin í hárið. Hárið mýkjist og auðvelt er að greiða hárið en froðan þyngjir hárið ekki. Einnig er Integrity 41® í vörunni en það er litavörn sem ver litað hár og viðheldur litnum betur.

Leave in conditioner spay

Hvernig nota ég vöruna?

Leave in sprayið er mikið notað sem flókabani og er spreyjað yfir rakt hárið. Þetta sprey hentar öllum hártegundum.

Leave-in condition spray viðheldur byggingu hárins og raka jafnvægi. Spreyið er einnig gert úr mjólkurpróteinum til að gefa hárinu styrk, ávextir og hunang sem gefa hárinu glans og Integrity 41®, E vitamín og UV vörn sem vernda lit hársinns.

Incredible Milk
Incredible Milk vann titilinn Besta hár meðferðar varan árið 2016 af „Beauty short list awards“ og einnig vann hún titilinn sem besta leave-in næringinn af „Hair Magazine awards 2015“.

Hvernig nota ég vöruna?

Hún er einnig sett í rakt hárið. Þessu spreyi er best að spreyja í lófann á sér; tvær til fjórar pumpur og dreifa svo vel yfir hárið. Hentar öllum hártegundum en ótrúlega góð vara fyrir þær sem eru þurrt hár sem þarf meðferð og viðhald. Gefur hárinu fallegan glans, mýkt og lyftingu.

Incredible Milk er ótrúleg ávaxta blanda og þar á meðal eru rifsber, mango og papaya sem vinna saman með MuruMuru smjöri og mjólkurpróteinum sem lætur hárið halda betur í sér raka og umbreytir hárinu til hins betra.
Það verður mýkra, glansmeira og heilbriðgara. Varan inniheldur sólavörn og hitavörn og er líka flókabani. Mér finnst það besta við þesa vöru er að hún er að gefa þér roslega góða uppbyggingu, vörn og raka en einnig er hún mótunar vara og gefur hárinu fyllingu.

b80fb91c66414649eb0dfdadb3376596Gefum frá okkur og styrkjum þá sem þurfa.
GO PINK

Á Sprey hárstofu verða allar bleikar vörur á 10% afslætti nk.föstudag – endilega kíkið við!

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

 

 

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Alpha girls