Framúrstefnulegir hárlitir hafa aukist ótrúlega hérlendis undanfarin ár og eru nokkur hármerki komin með sínar útgáfur af tímabundnum litum sem hægt er að nota heima til þess að allir geti framkallað sína eigin útgáfu. Undanfarið hafa pastel litir verið hvað vinsælastir, en sjálf hef ég verið að lita hárið á mér í pastellitum lengi, fyrst árið 2005 og öðru hvoru síðan 2014 svo ég tek þessari breytingu fagnandi.

9f0e1b93e6ea7df1ef8a1d2bf4ea485a

85fc6f0546a3d6c63f5e36793cb752bd

Stjörnurnar hafa svo verið duglegar við að taka brjáluðum hárlitum opnum örmum, en nöfn eins og Kylie Jenner, Cara Delevigne, Ariana Grande, Nicki Minaj, Miley Cyrus, Rihanna og fleiri hafa lengi sést með óhefðbundna liti í hárinu.

unnamed

Eitt af þeim merkjum sem gera töff liti er Crazy Color, en það er breskt vörumerki sem var stofnað árið 1977 og er með þeim flottustu í bransanum. Nýverið gáfu þeir út æðislega liti undir heitinu „The Romantics,“ en þeir eru þrír og nefnast Peppermint, Peachy Coral og Graphite. Mig dauðlangar að prófa Peachy Coral litinn og milda hann aðeins með Neautralizer sem maður getur blandað út í Crazy Color litina til að fá ljósari/mildari tón. Einnig er hægt að kaupa Bleaching Kit hjá þeim. Þess fyrir utan selur merkið alla þá liti sem hægt er að láta sig dreyma um, svo að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hægt er að skoða alla litina sem fást hjá Crazy Color HÉR á vefsíðu þeirra. Þeir fást svo í Hagkaup á sanngjörnu verði.

unnamed-53

Mig langar ótrúlega að segja ykkur frá keppninni sem er í gangi hjá Crazy Color á Íslandi, en á Instagram fer fram leitin að Crazy Color andlitinu 2016. Það eina sem þið þurfið að gera til að taka þátt er að merkja mynd af ykkur með myllumerkinu #CCIceland2016 ásamt því að tagga+fylgja @crazycoloriceland á Instagram. Vinningshafinn fær trylltan pakka sem inniheldur ársbirgðir af Crazy Color, litun og klippingu á einni af flottustu stofum bæjarins ásamt titlinum „Crazy Color andlitið 2016.“

Ég er meira að segja að pæla í að smella mér á einhvern nýjan, töff hárlit og taka þátt, ég mæli með því að þeir sem þora eða eru nú þegar með töff hárlit geri það sama!

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls