Færslan er unnin í samstarfi við label.m á Íslandi – Vörurnar fékk ég að gjöf 

Ljósu og aflituðu hári fylgir oft að hárið verður viðkvæmt, þurrt og slitnar auðveldlega. Ég er búin að vera í ferli undanfarna mánuði að lýsa á mér hárið og þó ég noti alltaf góðar vörur þá hef ég sjaldan náð því 100% góðu á ferlinu. Ég passa þó alltaf að nota hágæða sjampó, hárnæringu, maska og olíur til að næra hárið vel. Síðast þegar ég fór í litun til Katrínar minnar á Sprey og yndislegu stelpnanna þar, aflituðum við hárið mitt alveg og settum tóner yfir það til að ná gula litnum alveg úr.

Á dögunum fór ég á fund með teyminu frá label.m á Íslandi og þau létu mig fá þennan flotta pakka fyrir hárið mitt; Therapy línuna eins og hún leggur sig. Þetta er ein af lúxuslínum label.m og samanstendur af sex vörum sem allar eiga það sameiginlegt að byggja hárið upp, en þær eru kjörnar fyrir efnameðhöndlað hár eins og mitt. Ég hlakkaði mikið til að prófa, enda er ég mikill aðdáandi merkisins og hef notað vörur frá þeim í mörg ár. Mig langar endilega að segja ykkur nánar frá línunni og hvernig hún virkar.

image

Therapy línan er fyrsta hágæða hárlínan frá label.m og er hönnuð til þess að vinna á móti öldrun hársins á vísindalegan hátt. Hún inniheldur meðal annars hvítan kavíar og Rejuven-8 blöndu sem vinnur á móti skemmtun og öldrunareinkennum. Hún vinnur á fimm lykilatriðum öldrunar hársins, en á sérstakan hátt lagfærir hún grófleika, þynningu, þurrk, viðkvæmni og lífleysi, sem eru vandamál sem margir glíma við.

Therapy Rejuvenating Shampoo

therapy shampoo

Ég er ástfangin af þessu sjampói! Það hreinsar hárið á mildan hátt svo að maður finnur ekki að það sitji nein olía eftir, ásamt því að það heldur hárinu mjúku og þurrkar ekki. Sjamóið vinnur á móti öldrun hársins, inniheldur hvítan kavíar sem hreinsar á mildan hátt en um leið fær hárið aukinn glans og heilbrigði.

Therapy Rejuvenating ConditionerTherapy conditioner..Þessi hárnæring finnst mér algjör snilld þar sem að hún mýkir rosalega upp hárið án þess að skilja eftir sig mikla fitu sem margar rakagefandi næringar virðast gera. Hún minnkar flóka, styrkir hárið og endurvekur líf, en eins og sjampóið inniheldur hún hvítan kavíar. Hárið verður einnig silkimjúkt með Jojoba efnasambandi og avocado olíu. Strax eftir fyrstu sturtuna fann ég mun á hárinu á mér.

Therapy Rejuvenating Mask

therapy mask

Verandi algjör hármaskafíkill sem elskar lúxusvörur, sló þessi rækilega í gegn hjá mér. Það er bara eitthvað svo kósý við að sitja á sunnudagskvöldi með djúpnæringu í hárinu, maska á andlitinu, lakka neglurnar og sötra te. Lyktin af maskanum er alveg dásamleg og hann skilur hárið eftir silkimjúkt. Ég læt hann sitja í röku hári í 10 mínútur eða eina kvöldstund, eftir hvað ég hef tíma fyrir, skola hann svo úr og næri hárið á eftir með olíunni úr línunni. Þéttur maski með mikla virkni sem endurlífgar og nærir hárið samstundis, en hann inniheldur bæði Shea Butter og sólblómaolíu.

Therapy Rejuvenating Radiance Oil

Therapy oil

Ein besta hárolía sem ég hef prófað. Virkilega létt blanda með Moroccan Argan olíu og Rejuven-8 blöndunni sem snöggbreytir útliti og áferð á þurru og skemmdu hári. Það sem mér fannst best var að hún þyngir ekki hárið og smýgur samstundis inn í það, en skilur ekki eftir slikju utan á því eins og sumar olíur. Hárið mitt verður silkimjúkt af henni og ég tala nú ekki um ef ég nota Protein kremið á undan sem ég tala um hér á eftir. Lyktin er líka æðisleg og mild.

Therapy Rejuvenating Protein Cream

Therapy protein

Ég er mikill aðdáandi leave-in næringa og krema sem gera hárið mjúkt og næra það yfir daginn. Þetta prótein krem er létt serum sem maður skilur eftir í hárinu, en það er fullkomið til að nota í endana til dæmis fyrir blástur. Ég reyndar blæs hárið ekki mjög mikið svo ég set það í endana á undan olíunni góðu og leyfi hárinu að þorna náttúrulega. Svo slétti ég það jafnvel þegar það er þornað ef ég vil þannig lúkk. Serumið inniheldur hvítan kavíar sem örvar frumumyndun og skilur hárið eftir slétt, vel nært, sterkt og heilbrigt yfirbragð. Klárlega algjör must have vara.

Therapy Rejuvenating Oil Mist

Oil mist

Ég hef lengi verið að leita að hinum fullkomna glans úða sem skilur hárið eftir heilbrigt, mjúkt og glansandi án þess að þorna harður eða virka OF glansandi. Þessi er algjör lúxus, en Rejuven-8 blandan hjálpar þurru og úfnu hári. Rejuvenating Oil mist er unnin úr blöndu af hvítum kavíar og Moroccan Argan olíu. Olían inniheldur Omega 3, 6 og 9 sem gerir við hárið og nærir það. Hárið fær fullkomið magn af glansi og er frábært til að nota þegar hárið er þurrt.

Þessar vörur hafa gert ótrúlega mikið til að bjarga ljósa hárinu mínu og ég sé mikinn mun eftir einungis viku notkun, enda gæðin ávallt höfð að leiðarljósi hjá merkinu. Þess má geta að allar vörurnar innihalda hvorki sodium chloride, paraben né sulphate. Ég mæli með því að þið kíkið á Facebook síðu label.m á Íslandi til að næla ykkur í frekari upplýsingar um sölustaði og vörurnar sjálfar.

Ég mæli einnig með því að þið fylgist VEL með á næstu dögum, en við hjá Pigment munum fara af stað með risastóran gjafaleik í samstarfi við label.m!

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls