Færslan er ekki kostuð 

Ég er ótrúlega spennt fyrir opnuninni á nýrri verslun á á morgun 3.mars, en hún ber heitið Maí. Það sem að mér finnst svo frábært er að verslunin selur eingöngu náttúrulegar vörur, en fjölbreytileikinn hjá þeim er allsráðandi þar sem að verslunin inniheldur allt frá einstökum tebar með hinum vinsælu Teatox vörum, upp í húð-og snyrtivörur. Einnig er hægt að fá fallega hluti á heimilið.

1462957_839017006206631_7731629282922921063_n

Ragnhildur Guðmundsdóttir er eigandi verslunarinnar og sér um rekstur hennar.

12765772_10153974357947140_2045219183_o

Merkin sem Maí selur meðal annarra eru: 

Meraki húðvörur

Teatox tevörur

Eco by Sonya húð-og brúnkuvörur

Skyn Iceland húðvörur

Lily Lolo förðunarvörur

John Masters Organics hárvörur

Egyptian Magic húðvörur

12439078_812655168842815_8601221351595453917_n

12376397_813347195440279_304857271577132672_n

Það verður mikið um glæsileg opnunartilboð dagana 3.-5.mars svo ég mæli með því að þið látið ykkur ekki vanta. Einnig er Maí með vefverslun sem hægt er að versla á með því að smella hér. Facebook síðu verslunarinnar má finna með því að smella hér.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls