Fyrir hverja árstíð kíki ég oftast yfir tískutímaritin og förðunartrendin og sé hvað ég fíla fyrir komandi tímabil. Ég fæ alltaf mikinn innblástur fyrir sjálfa mig og vinnuna mína, bæði hvað varðar tísku og einstaklingsfarðanir. Oftast elska ég að gera eitthvað öðruvísi og út fyrir rammann í verkefnum sem það leyfa en mér finnst líka gaman að leita í trend sem eru meira „wearable“ fyrir okkur hinar. Í færslunni má finna góða mynd af því sem koma skal og mín uppáhalds trend ásamt sniðugum vöruhugmyndum.

Mínimalísk förðun og ljómandi húð

Ef það er eitthvað sem klikkar aldrei að mínu mati og sem er alltaf fallegt, þá er það mínimalísk förðun. Þetta er eitthvað sem allar konur bera, enda erum við allar fallegar og þurfum ekki að breyta okkur – en þó er gaman að leggja áherslu á fallega húð og heilbrigt útlit. Lykill er að hugsa vel um húðina, nota léttan farða, ljómagefandi krem og náttúrulega liti. Ég mæli einnig með að nota púður á þá staði sem þú vilt ekki að glansi.

Isabel Marant / Cosmopolitan UK
Fendi / Cosmopolitan UK
Max Mara / Cosmopolitan UK

MAC Strobe Cream í MAC SmáralindYSL Touche Éclat Le Teint í verslunum Hagkaups og apótekumLaura Mercier Transluscent Loose Setting Powder HÉR 

Ferskjulitir

Ferskjulitirnir eru mjög heitir í haust, enda eru þeir gullfallegir! Hægt er að nota ferskjuliti á augu, varir og kinnar en ég mæli með að nota litinn á einn til tvo staði á andlitinu og leyfa hinum að vera.

Trussardi / Cosmopolitan UK
Blugirl / Cosmopolitan UK

BOBBI BROWN Pot Rouge/Fresh Melon í Hagkaups Smáralind, Lyf&Heilsu Kringlunni og Make Up Gallery Akureyri – Lancôme Lip Shaker/Energy In Peach í verlsunum Hagkaups og apótekum – MAC Retro Matte Liquid Lipcolour/Mango Mango í MAC Smáralind – NARS NARSissist Loaded Eyeshadow Palette HÉR 

Rautt og kopar smokey

Þetta er búið að vera allsráðandi undanfarin misseri og verður engin breyting verður þar á í vetur. Pallettan fyrir neðan er einfaldlega fullkomin í þetta verk!

J. JS. Lee / Cosmopolitan UK
Alberta Ferretti / Cosmopolitan UK

Anastasia Beverly Hills Modern Renaissance Palette HÉR 

„Messy“ blýantur

Ég elska þetta lúkk bæði því það er fallegt og líka af því að það er svo auðvelt! Einfaldlega settu blýantinn inn í vatnslínuna og við augnhárarótina og dreifðu úr honum með litlum bursta. Ég mæli með því að nota góðan augnskuggagrunn með og svartan, þykkjandi maskara.

Alexander Wang / Cosmopolitan UK
Chloe / Cosmopolitan UK

MAC Pro Longwear Eyeliner/Black Ice í MAC Smáralind – Lancôme Monsieur BIG í verslunum Hagkaups og apótekum – Anastasia Beverly Hills Darkside Waterproof Gel Liner HÉR 

Svartur eyeliner og rauðar varir

Eitthvað sem deyr aldrei út og eitthvað sem fer lang flestum!

Dolce & Gabbana / Cosmopolitan UK

Benefit Cosmetics They’re Real! Push-Up Liner HÉR Urban Decay Vice Lipstick/Doubt í Hagkaup Smáralind

Soft smokey

Aftur eitthvað sem ég gjörsamlega ELSKA! Það eina sem þarf er brúnn blýantur og mattur brúnn eða grár augnskuggi og einn eða tveir augnskuggaburstar. Ótrúlega fallegt og dregur fram augun. Settu brúnan blýant við augnhárin, dreifðu úr honum og dreifðu augnskugganum yfir sama svæði og upp að glóbuslínu. Það er svo mjög flott að setja ljósan, sanseraðan augnskugga í innri krókana á augunum með.,

Mimi Tran / Cosmopolitan UK
Erin Featherston / Cosmopolitan UK
Narciso Rodriguez / Cosmopolitan UK

Tarte Tartelette Amazonian Clay Matte Eyeshadow Palette HÉR – Urban Decay Ultimate Basics Palette í Hagkaup Smáralind – MAC Eye Pencil/Coffee í MAC Smáralind

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls