Sumarið er vinsæl árstíð fyrir brúðkaupin. Flestir hérlendis velja þann tima árs vegna veðursins. Við erum nokkuð viss um að það veðrið sé auðveldara þá til að gifta sig en á öðrum tímum árs.

Margir halda stórar veislur og partý í kringum daginn sinn á meðan aðrir fara hljóðlátari leið og gifta sig með þeim nánustu eða jafnvel bara tvö og flýja jafnvel landið.

Hérna eru trendinn í brúðkaupum þetta árið. Greenery eða grænt er það sem við erum að sjá mest af núna.

HÁRIÐ

Boho, rómantískt, uppsett, lausir lokkar, blóm í hárið, liðir og fléttur eru áberandi núna.

Allar myndirnar og hárgreiðlsur eru eftir mig – Katrin Sif Hairstylist

ATHÖFN OG BORÐHALD

Nú ert það borðhaldið og allt sem tengist brúðkaupsveislunni en það er nýtt trend í gangi þar sem græni liturinn og náttúran eru allsráðandi.

Laufblöð eru notuð sem „confetti“ og sem nafnspjöld á borðin sem er ótrúlega fallegt, sniðugt og umhverfisvænt – erum við ekki öll hrifin af því?

BRÚÐARVÖNDURINN

Grænn og mikið að laufblöðum í öllum stærðum og gerðum. Hægt er að poppa hann upp með litrikum blómum en það er vinsælt að hafa þá aðeins einn lit með því græna Fallegt er að nota islensku náttúruna í vöndinn.

Seinni myndir og innblástur af Pinterest

Allt sem er grænt finnst mér vera fallegt – verum græn og hugsum um náttúruna.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Alpha girls