Færslan er unnin í samstarfi við Madison Ilmhús

Getiði trúað því að ég sé ekki mikil pjattrófa? Á þann máta að ég fer ekki í nudd, fótsnyrtinu né handsnyrtingu, að undanskyldum gelnöglum öðru hvoru. Ég get þó ekki neitað að vera pjöttuð að öðru leyti,

Ég gat því alls ekki neitað boði sem ég fékk á dögunum um að koma í handsnyrtingu hjá Madison Ilmhús í tilefni þess að ByTerry Baume De Rose húðvörulínan var að koma á markað. Um er að ræða handaáburð og líkamskrem, úr sömu línu og Baume De Rose varasalvinn vinsæli.

Ég mætti því ofur spennt til yndislegra vinkvenna minna í Madison Ilmhús, þreytt eftir vinnu. Þær byrjuðu á að vefja mér inní teppi (ekki höndunum auðvitað), komu svo með heitan grjónapoka og lögðu á axlinar á mér. Ef það er ekki nóg þá hallaðist stóllinn sem ég sat í og varð að legubekk. Ég er lærður snyrtifræðingur og alla tíð hef ég haft það að leiðarljósi að handsnyrting sé gerð við borð og ekkert endilega það notarleg. Aðstaðan í Madison Ilmhús kom mér því sérstaklega á óvart á góðan hátt. Aldrei hef ég verið jafn afslöppuð.

Kristrún snyrtifræðingur sá um handsnyrtinguna og byrjaði á því að taka gamla lúna naglalakkið mitt af og pússa aðeins til neglunar. Þar á eftir bað hún Baume de Rose varaslavann á naglaböndin. Mér hefði ekki dottið það í hug en varaslavinn er mjög nærandi og því er um að gera að spælsa smá á naglaböndin öðru hvoru. Kristrún nuddaði svo báða handleggina upp að olboga uppúr Baume De Rose handáburðinum sem var svo þægilegt! Húðin varð svo mjúk og ljóminn guðdómlegur eftir handáburðinn og það varð engin óþægileg filma í lófanum.

Að lokum voru neglunar hreinsaðar og undirbúnar fyrir naglalökkun. Ég valdi naglalakkið í litnum She Wolf frá Debrorah Lippmann sem var fullkomið við kjól sem ég ætlaði að vera í þá helgi, í brúðkaupi. 

Það er gaman að segja ykkur frá því að Madison Ilmhús ætlar að vera með kynningu á nýju Baume De Rose línunni næstkomandi laugardag, 25. janúar frá 11 til 17 í verslun sinni á Aðalstræti 9. Hægt er að kíkja til þeirra í 20 mínútna handsnyrtinu en ég mæli með að hringja og panta strax, en það er allt að fyllast nú þegar. Einnig verður förðunarfræðingur By Terry, hún Margrét á staðnum og mun hún sýna fallegu Techno Aura förðunarlínuna frá By Terry en ég mun gera sérstaka færslu um förðunarvörunar seinna.  Hægt er að skoða meira um viðburðinn HÉR.

 

Iðunn Jónasar
Iðunn Jónasar er 28ára förðunarmeistari og mikill fagurkeri. Þið eruð líklegust til að finna Iðunni úti að hjóla, nálægt förðunarvörum eða að skoða allt koparlitað.
Alpha girls