Þessi færsla er svo sannarlega ekki kostuð…..ekki þá nema af mér sjálfri!

Ég hef ekki verið sú duglegasta að hugsa um fæturnar á mér og það hafa myndast 2-3 sigg á þessa klassísku staði og svo þurrkur á hælinn. Ég hafði prófað að fara í fótsnyrtingu nokkrum sinnum en fannst það aldrei taka neitt alveg. Mér var bent á þetta: Babyfoot. Jæja, ég keypti þetta og viti menn: Það var þvílíkur munur á fótunum! Ég ætlaði ekki að trúa þessu, það gjörsamlega fer öll dauð húð af fætinum! Og þeir verða mjúkir eins og barnafætur eins og nafnið gefur til kynna og stendur undir!

Ég tók því miður engar fyrir og eftir myndir því ég gerði þetta áður en ég byrjaði að blogga hér sem var ekki fyrr en nýlega :)

En pakkningin lítur svona út:

Þetta eru tveir litlir pokar sem eru eins og fótur í laginu með geli innan í. Þú klæðir þig í þá eins og sokka og ert í þeim í klukkutíma. Svo ferðu úr þeim og skolar og þværð fæturnar. Svo á næstu dögum byrjar húðin að flagna sem er ekki skemmtilegasta tímabilið en algjörlega þess virði.

Ég mæli eindregið með þessari heimadekurmeðferð fyrir sumarið!

***

Berglind

Endilega fylgist með okkur á Facebook! 

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.

Alpha girls