Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf

Fyrir stuttu kom á markað ný lína frá Lancôme sem ber heitið Énergie de Vie. Ég var svo heppin að fá að prufa nokkrar vörur í línunni en ég hef lengi verið mikill aðdáendi að húðvörunum frá Lancôme og eiga þær stóran sess í húðrútínunni hjá mér.
Innblásturinn af Énergie de vie línunni kemur frá Kóreu en þar er miðpunktur húðvara einmitt vatn og raki og það endurspeglast í því hvað línan er fljótandi og fersk.
Markmið Énergie de Vie er að gefa húðinni mikinn raka og ljóma ásamt því að draga úr þreytumerkjum og seinka fyrstu öldrunarmerkjum húðarinnar og því hentar línan einkar vel fyrir yngri konur. Í línununni má finna þrjár vörur; Rakakrem, andlitsvatn og næturmaska. Vörurnar innihalda meðal annars goji ber sem innihalda mikið af andoxunarefnum og þess að auki styrkja húðina, Lemon balm sem hefur bólgueyðandi og róandi áhrif á húðina og einnig Gentian sykrur sem fylla húðina af orku.

Andlitsvatnið Énergie de vie pearly lotion er borið á hreina húðina. Ég set það í bómul og strýk yfir húðina en það er líka hægt að hella smá í lófan og bera það beint á húðina. Andlitsvatnið inniheldur litlar perlur sem læsir rakann í húðinni. Þetta andlitsvatn er ólíkt öllu öðru sem ég hef prufað, þetta er einhvað sem húðin mín hefur beðið eftir alla ævi!

Rakakremið Liquid care moisturizer er algjör rakabomba. Kremið er mjög fljótandi og minnir helst á serum, það fer fjótt og vel inn í húðina og fyllir hana af raka og orku. Það þarf ekki mikið af kreminu, einungis eina til tvær pumpur og kremið má nota bæði kvölds og morgna. Kremið má bera í kringum augun svo það þarf ekkert sér augnkrem með.

Seinasta varan í línunni er næturmaskinn Énergie de vie night mask. Það má bæði nota hann sem næturmaska og þá er borið þunnt lag á húðina fyrir svefninn en svo er líka hægt að setja þykkara lag af honum og láta bíða í 10 mínútur á húðinni. Ég hef verið að nota hann tvisvar í viku og sé mikinn mun hvað hún ljómar extra mikið þá morgna sem ég hef sofið með maskann. Mér finnst húðin verða miklu fríklegri og laus við öll þreytumerki.

Án þess að ýkja neitt þá er eins og þessar vörur séu sniðnar fyrir mína húð. Eftir að ég byrjaði að nota vörurnar hefur húðin verið extra fersk og fín og í svo miklu jafnvægi. Mér finnst líka stór plús hvað það er auðvelt og fljótlegt að nota vörurnar.

 

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!

Alpha girls