Varan í færslunni var fengin að gjöf

Leitin að hinu fullkomna rakakremi er loksins lokið, kremið er fundið!
Ég hef verið með algjöra vesenis húð eins lengi og ég man. Húðin er yfirleitt mjög þurr og ég fæ auðveldlega þurrkubletti en svo ef ég nota of feit krem fylgir húðin oftast með og verður olíukennd. Svo ég hef lengi leitað af rakakremi sem nær þessu fullkomna jafnvægi á húðinni.

Biotherm Aquasoruce Cocoon er mögulega það besta sem ég hef notað. Kremið er einstaklega rakagefandi, frískandi og þæginlegt í notkun. Ég hef verið að nota það bæði kvölds og morgna og ég finn bara um leið hvað húðin mýkist. Það spillir heldur ekki fyrir hvað það er góður og róandi ilmur af kreminu.
Kremið hentar öllum húðgerðum en sérstaklega þeim sem eru með þurra húð.

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!

Alpha girls