Færslan er ekki kostuð

Nýverið var ég beðin um að gera pistil um vörur fyrir feita húð, samanber þeim tveim sem ég gerði fyrir þurra og blandaða húð. Ég á líklega eftir að skrifa eitthvað fyrir allar húðgerðir, en ef það er eitthvað sem mér finnst gaman þá er það að hjálpa fólki að finna vörur sem henta sér.

Feit húð getur verið ótrúlega erfið, en ég veit það af eigin raun. Þegar ég var unglingur glímdi ég við ótrúlega mikið af bólum og feitri húð, sem tók verulega á sálina. Þetta byrjaði um 12 ára aldur og var farið að skána um 16 ára. Ég var með bólur alls staðar; líka á baki og bringu sem var erfitt fyrir unglingsstelpu og í dag hugsa ég þeim mun betur um húðina á mér.

image

Þrátt fyrir að vera með blandaða húð í dag sem á það til að þorna upp, þá get ég fengið bólur líka eins og margir í miklu stressi og ef ég passa til dæmis ekki hvað ég borða. Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á að passa upp á það sem við setjum ofan í okkur, drekka nóg af vatni, hreyfa okkur og hugsa um andlega heilsu þar sem að húðin endurspeglar oft hvernig við erum innan frá.

Eins og ég nefndi í færslunni um blandaða húð, skiptir raki einnig miklu máli þegar maður glímir við olíu. Húðin fer nefnilega í vörn ef maður berstrípar hana af öllum olíum og fer þá að offramleiða óæskilega olíu sem leiðir til þess að við glönsum og fáum bólur. Ekki vera því hrædd við að nota vörur sem innihalda mikinn raka og olíur, en best er samt að reyna að forðast til dæmis mjög feit krem og mineral olíur í vörum. Það er gott að hreinsa húðina með góðum gel/froðuhreinsi kvölds og morgna, ásamt því að nota rakagefandi tóner. Því næst er hægt að setja serum og krem á húðina sem manni finnst henta.

Hér eru nokkrar vörur sem henta vel fyrir feita húð.

image

Skyn Iceland Glacial Face Wash – Góður froðuhreinsir sem hreinsar vel upp úr húðinni.

image

Clinique Charcoal Mask – Andlitsaski sem sogar óhreinindi upp úr húðholunum.

image

Biotherm Purefect Skin Toner – Andlitstóner sem hreinsar vel, lokar húðholum og sefar.

image

Skyn Iceland Anti Blemish Gel – Ég mæli eindregið með að eiga góða „bóluvöru“ fyrir þá sem fá mikið af bólum.

image

Clarasonic bursti – Æðislegur bursti sem hreinsar ótrúlega vel upp úr húðinni. Ég mæli með að allir eignist þennan.

image

Bobbi Brown Radiance Boost Mask – Geggjaður maski sem bæði fjarlægir dauðar húðfrumur og djúphreinsar húðina.

image

Origins Out Of Trouble 10 Minute Mask – Aftur að möskunum: Þennan er gott að eiga þegar maður þarf að endurnýja húðina STRAX.

image

Skyn Iceland Antidote Daily Cooling Lotion – Sennilega eitt af betri rakakremum sem ég hef prófað. Létt, rakagefandi og kælir húðina niður.

image

Clinique Anti Blemish Solutions Liquid Makeup – Æðislegur sótthreinsandi farði sem hentar feitri og glansandi húð ótrúlega vel.

Ég vona að þessar hugmyndir og ráð hjálpi einhverjum sem er að glíma við feita húð og bólur. Einnig mæli ég með að fólk leiti hjálpar snyrtifræðings eða húðlæknis ef vandamálið er alvarlegt.

XX

GUNNHILDUR BIRNA

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls