Ég verð einfaldlega að segja ykkur frá meðferð mánaðarins hjá snyrtistofunni Systrasel, en þær voru svo yndislegar að bjóða mér að koma að prófa hana á dögunum. Snyrtistofan er staðsett á Háaleitisbraut og notast aðeins við vörur sem eru náttúrulegar og ekki skaðlegar okkur né umhverfinu. Mér fannst ótrúlega notarlegt að koma inn til þeirra og í færslunni eru nokkrar myndir sem ég tók á staðnum.

Ég er alltaf að reyna að gera það að reglu að fara í andlitsbað á nokkurra mánaða fresti til að halda húðinni minni við, en ég er mjög dugleg að hugsa um hana heima fyrir. Svo er einhvern vegnn alltaf eitthvað sem gengur fyrir, hvort sem það varðar tíma eða peninga svo að það verður sjaldan af andlitsbaðinu góða.

Meðferð mánaðarins hjá Systraseli er alveg ótrúlega endurnærandi og er blanda af demantshúðslípun, djúphreinsun og æðislegu nuddi. Það sem heillaði mig ótrúlega við hana var að hún hentar sérstaklega vel fyrir ör og húðslit, en eftir unglingsárin er ég frekar slæm af báðu. Hún hentar öllum aldri og báðum kynjum, svo að allir ættu að geta farið og látið dekra við sig. Meðferðin einblínir á SKYN Iceland vörurnar, en þær henta íslenskri húð ótrúlega vel og eru með einni mestu virkni sem ég hef séð. 

unnamed-14

Fyrst var húðin mín yfirborðshreinsuð, síðan slípuð með húðslípunarvél og örsmáum kristöllum. Það tryggir hreinsun á ysta lagi húðarinnar, fjarlægja dauðar húðfrumur, óhreinindi, stíflur og fleira. Einnig örvar hún vöxt nýrra frumna og örvar blóðflæði til húðarinnar. Það var ótrúlega sérstakt að láta slípa á sér húðina, en maður fann hvað vélin „ryksugaði“ húðina upp og örvaði hana. Eftir slípunina var serum borið á húðina og
nuddaðir ákveðnir punktar í andlitinu, sem losaði um streitu og ég fann hvað það slaknaði á mér.

Í næsta skrefi var tveggja laga Fresh Start maski frá SKYN Iceland borinn á húðina, en hann hreinsar, minnkar bjúg, sléttir og jafnar húðlit, svo fátt eitt sé nefnt. Mér finnst húðin á mér alltaf eins og ný eftir þennan maska, og hvað þá sem hluta af meðferðinni! Á sama tíma voru kælandi augnpúðar settir á augnsvæðið, sem stinna og slétta augnsvæðið ásamt því að draga úr baugum og þrota. Ég elska að nota þessa púða um einu sinni í viku til þess að dekra við augnsvæðið.

Efitr þetta ótrúlega dekur var húðin nudduð með kremi og losað um vöðvaspennu til dæmis í kringum kjálka. Svo var höfuðið nuddað. Ég fann hausverkinn líða úr mér og ég get alveg sagt ykkur að það voru engin vettlingatök notuð við nuddið, það virkaði svo sannarlega!

Eftir meðferðina fann ég ótrúlegan mun á húðinni á mér. Það var eins og hún hefði lifnað við! Hún var frekar rauð og viðkvæm til að byrja með eins og við var að búast, en ég fann hvernig allar línur minnkuðu til mikilla muna ásamt því að ég er ekki frá því að hafa séð mun á bóluörunum. Einnig var hún miklu hreinni og í raun bara eins og ný!

unnamed-13

unnamed-11

Ég hvet ykkur eindregið til að kynna ykkur meðferðina og panta ykkur tíma fyrir mánaðarlok hjá Systraseli. HÉR getið þið fundið Facebook síðuna þeirra og HÉR er heimasíðan þeirra þar sem að þið getið einnig séð fleiri meðferðir.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls