Færslan er ekki kostuð, vörurnar keypti höfundur sjálf

Eitt af því sem mér finnst skipta hvað mestu máli í fallegri förðun er húðin. Rétt húðumhirða getur breytt öllu og er þessvegna nauðsynlegt að hreinsa hana að morgni til og fyrir svefninn og næra með viðeigandi kremum. Um það leiti sem ég byrjaði að mála mig leitaði ég lengi af fullkomnri vöru sem væri svona „all in one“ hreinsir svo ég þyrfti að eyða sem minnstum tíma á kvöldin í að hugsa um húðina. En þar sem mamma mín er snyrtifræðingur kenndi hún mér betur en það og sagði að slíkar vörur væru kallaðar „letingjahreinsar“ og að húðin mín ætti betra skilið. Með árunum hef ég svo séð að maður uppskerir eins og maður sáir og húðin lýtur alltaf mikið betur út þegar ég gef mér tíma í að hugsa um hana.

Húðin þarf mismunandi krem fyrir dag og fyrir nótt, en á nóttinni er húðin í hvíld og er móttækilegri fyrir næringu en á daginn er húðin í meiri vörn fyrir áreitum eins og til dæmis frá sólargeislum, útfjólubláum geislum og mengun. Þegar kemur að því að velja vörur fyrir húðina þarf maður svo að vera með á hreinu hvernig húðtegundin er, hvort húðin sé þurr eða feit eða jafnvel með rósroða og velja þá vörur sem henta húðinni.

65e294959b3f62da34fc32c3079ad09e

Húðumhirðan mín er yfirleitt svipuð dag frá degi og á ég auðvelt með að detta í það að nota sömu vörurnar ef ég er ánægð með þær og á það sérstaklega við um Hreinsivörur. Mér finnst aftur á móti alltaf gaman að prufa ný krem og maska. Mér langar að deila með ykkur hvernig mín húðrútína er og segja ykkur frá vörunum sem ég er að nota í augnablikinu. Ég vil taka það fram að húðin mín er frekar þurr svo vörurnar eru eftir því

b8fb902d26f783c11f18091eb99207d8

Á morgnanna:

Shiseido_Ibuki_Gentle_Cleanser_125ml_1378377738

Shiseido Ibuki Gentle Cleanser
Shiseido vörurnar hafa lengi verið í miklu uppáhaldi. Ibuki línan styrkir yfirborð húðarinnar ásamt því að verja hana fyrir skaðlegum áhrifum umhverfisins og er því tilvalin á morgnanna. Þessi sápa er mjög mild og skilur húðina eftir tandurhreina og dúnmjúka.

lancome andlitsvatn

Lancome andlitsvatn fyrir þurra húð
Eftir að hafa hreinsað húðina nota ég andlitsvatn. Þegar húðin er hreinsuð opnast svitaholurnar svo andlitsvatnið er nauðsynlegur eftirfari hreinsunar til að loka húðinni aftur.

image89617141product

Estée Lauder Day Wear dagkrem
Þetta krem finnst mér henta mjög vel fyrir daginn þar sem það er stútfullt af andoxunarefnum og ver húðina gegn utanaðkomandi áreiti ásamt því að veita henni góðan raka.

1641039

Garnier Eye roll-on
Varan er nokkurskonar penni með stálkúlu á endanum sem ég nota til að nudda í kringum augun. Ég er algjör nátthrafn og vakna þar að leiðandi ósjaldan með þreytt augu og er rúllan því algjör life-saver! Öll þreytumerki og baugar hverfa strax. Þessa vöru geymi ég alltaf í ísskápnum.

SB_C015_430

Smashbox Photo finish primer
Þá daga sem ég mála mig nota ég Smashbox primerinn undir farðann til að jafna yfirborð húðarinnar og farðinn helst líka betur.

Á kvöldin:

Ég nota yfirleitt sama Shiseido hreinsigelið og Lancome andlitsvatnið, en bæti við Garnier augnfarðahreinsi með olíu í sem er ætlaður fyrir vatnshelda maskara.

advanced-exfoliating-facial-gel-artdeco-6805_image

Artdeco Advanced Exfoliating gel
Þetta kornagel nota ég 1-2 í viku en það djúphreinsar hana og tekur burt allar dauðar húðfrumur.

71h5r0fdVJS._SL1500_

Estée Lauder Advanced Night Repair Serum
Þegar húðin er orðin hrein ber ég á hana serum, en það er létt gel sem fer á húðina á undan næturkremi. Repair serumið dregur úr þreytleika húðarinnar sem og öldrun húðarinnar eins og fínum línum.

Estée Lauder Night Wear Plus næturkrem
Ég fylgi svo seruminu eftir með nightwear kreminu en þetta er létt krem sem hentar öllum húðgerðum. Inniheldur ýmisleg góð andoxunarefni, gefur góðan raka og kemur í veg fyrir öldrun húðarinnar

Ég nota svo maska svona 1-2 í viku, fer bara eftir ástandi húðarinnar, en þeir maskar sem eru í miklu uppáhaldi eru NightWear Detox maskinn frá Estée Lauder og Fresh Start rakamaskinn  frá Skyn Iceland.

maría

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!

Alpha girls