Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn 

Sólarvörn er eitt af því sem ég hef tamið mér að nota mikið af undanfarin ár og ekki að ástæðulausu. Húðin okkar er mjög viðkvæm fyrir skaðlegum geislum sólarinnar og þó svo að við búum á Íslandi verðum við að passa sérstaklega vel upp á að vernda hana, þar sem að sólin hér getur orðið mjög sterk.

unnamed-16

Nýverið fékk ég í hendurnar flotta sólarvörn frá Lancaster sem lengi hefur verið í einu af efstu sætum af sólarvörnum sem ég kaupi. Það var ekki seinna vænna þar sem að sólin er farin að skína vel á okkur hér á klakanum og ég nota ekki alltaf dagkrem eða farða sem inniheldur sólarvörn. Túban sem ég fékk heitir Velvet Touch Radiant Tan SPF30 og er kremið kjörið til að nota á andlit, háls og bringu. Túban sem ég fékk er frekar lítil svo ég ætla að einbeita mér að þessum svæðum, en ég mun fá mér stærri til þess að nota á líkamann. Áferðin á kreminu er mjúk og klístrast hvorki né skilur eftir sig hvíta slikju, eins og algengt er að sólarvarnarkrem geri. Svo er líka mild og góð lykt af henni svo hún ætti að henta ofnæmishúð vel.

Allar sólarvarnirnar frá Lancaster eru með vörnum gegn UVA, UVB og innrauðu ljósi ásamt því að vera meðal þeirra fyrstu til að kynna nýjungar í vörum sínum sem varða meðal annars A-vítamín upptöku húðarinnar og hafa bein áhrif á erfðaefni húðarinnar (DNA). Einnig eru þeir með 70 ára reynslu í framleiðslu sólarvarna svo að óhætt er að segja að um sé að ræða gæðavörur.

Ég mæli með því að þið kynnið ykkur þessa snilld, bæði fyrir Ísland og útlönd!

Gunnhildurbirna-

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls