Ég var svo heppin að fá að prófa nýju vörulínuna frá Milk_shake hárvörum: Lifestyling. Ég hef notað vörur frá þeim í fleiri ár en hafði ekki prófað Lifestyling línuna áður. Ég prófaði allar vörurnar sem ég fékk að gjöf og ætla að segja ykkur betur frá þeim.

Milk_shake Lifestyling
Afslappaðir liðir eru alltaf fallegir að mínu mati

UPPÁHALDS VARAN

Texturizing Spritz stóð klárlega upp úr og er núna orðin ein af mínum „must-have“ hárvörum. Það minnir mig á sjávarsaltsprey en er mun meðfærilegra í notkun en þau sem ég hef áður prófað. Hárið verður ekki klístrað, heldur frekar mattara og það er mun auðveldara að stílisera á sér hárið. Ég setti þetta sprey í rótina í rakt hárið og blés það síðan. Þannig náði ég fallegri lyftingu og fyllingu í hárið. Hárið á mér á það til að bugast undan eigin þunga og er oftast mjög flatneskjulegt í rótina en þetta sprey er algjör bjargvættur. Lyktin af því er mjög góð eins og af öllum Milk_shake vörunum.

SMOOTHING CREAM

Ég notaði þessa vöru í rakt hárið áður en ég greiddi það. Smoothing Cream er hitavörn, mýkir hárið og dregur úr flóka. Ég er með mesta flækjuhár allra tíma og þarf stöðugt að vera að greiða það yfir daginn svo ég endi ekki eins og fuglahræða, svo þessi vara var mjög kærkomin í safnið. Það er mild góð lykt af því og það er mun auðveldara að ná niður úr hárinu ef ég nota þetta. Kremið er einnig stútfullt af Quinoa próteinum og byggir hárið upp. Mér finnst hárið styrkjast eftir því sem ég nota það oftar.

DRY SHAMPOO

Ég hef ekki mikið notað þurrsjampó í gegnum tíðina vegna þess að mér finnst hárið oft verða óhreint af því sem er í algjörri mótsögn við það sem það á í raun og veru að gera. Dry Shampoo frá Milk_shake er á mun hærra plani en þær tegundir sem ég hef áður prófað. Hárið verður ekki „skítugt“ heldur verður það matt. Formúlan sem inniheldur hamp fræolíu er nær lyktarlaus og skilur ekki eftir sig neinar skellur. Mér finnst frábært að nota það á öðrum og þriðja degi þegar hárið er farið að glansa aðeins í rótinni. Ég spreyja því beint í rótina og hristi það svo með fingrunum svo það dreifist betur úr því. Það er líka mjög gott að nota þurrsjampó eftir að hárið hefur verið krullað til að stílisera það enn frekar.

MEDIUM HOLD HAIRSPRAY

Ég elska hársprey með miðlungshaldi því þau matta frekar hárið heldur en að gera það glansandi og klístrað. Hárið fær líka að vera mun náttúrulegra og léttara í sér án þess að krullurnar eða greiðslan leki úr. Ég notaði þetta hársprey eftir að ég setti liði í hárið og þeir héldust fram að næsta hárþvotti. Hárspreyið inniheldur einnig sólarvörn og litavörn svo liturinn helst lengur fallegur í hárinu.

UPPSKRIFT: LIÐAÐ HÁR

1. Þvo hárið með góðu sjampói og næringu sem mýkir

2. Bera Smoothing Cream í hárið (ekki í rótina)

3. Greiða í gegnum hárið

3. Spreyja Texturizing Spritz í rótina á þeim stöðum sem þú vilt fá lyftingu í rótina

4. Blása hárið alveg þurrt

5. Skipta hárinu upp í þrjá hluta. Byrja að krulla neðsta partinn með hvaða krullujárni sem er (ég notaði Remington Pearl Pro Curl Wand) og vinna sig svo upp á koll. Til þess að fá krullurnar til að haldast betur í hárinu spreyja ég hvern einasta lokk fyrst með Texturizing Spritz og krulla það svo.

7. Hrista hárið með höndunum og gefa því smá tíma til að „leggjast“ aðeins svo liðirnir verði afslappaðri.

6. Spreyja örlitlu Dry Shampoo yfir til að ná betri stjórn á hárinu (þarf ekki ef lyftingin í rótinni er nógu góð).

7. Spreyja enda með Medium Hold Hairspray og klípa liðina aðeins upp.

8. Láta sér líða eins og Victorias Secret módeli og taka nokkrar góðar selfís

 

SÖLUSTAÐIR MILK_SHAKE

Fylgstu með Milk_shake á Facebook og Instagram:

Milk_shake Iceland Facebook

Milk_shake Iceland Instagram

 

Anna Ýr

Anna Ýr Gísladóttir er förðunarfræðingur, stjúpmamma, verðandi móðir (ófrísk af fyrsta barni), heklari, föndrari, fagurkeri, skrifar smásögur ásamt mörgu öðru! Þú finnur Önnu á Instagram undir @annayrmakeupartist

Alpha girls