Ég veit ekki með ykkur, en eftir mörg ár af litun/aflitun á hárinu hafa endarnir á því orðið viðkvæmir og eru gjarnir á að þorna upp ef ég gæti þess ekki að nota nægan raka og næringu. Að mínu mati er fátt verra en þurrir endar og ég reyni allt sem ég get til að forðast að lenda í því að þeir verði þannig.

Ég hef prófað nokkuð margar vörur í gegnum tíðina sem flestar hafa reynst mér vel (misvel þó), en það sem hefur verið í uppáhaldið undanfarna mánuði eru klárlega tveir hlutir, en þá nota ég nánast daglega, annað hvort í sitthvoru lagi eða saman. Það eru Integrity Incredible Oil frá Milk Shake og Shimmer Me Blonde frá Kevin Murphy. Vörurnar koma báðar í spreyformi og virka á eftirfarandi hátt.

Vörurnar í færslunni voru fengnar að gjöf

 

Integrity Incredible Oil

Integrity olían frá Milk Shake gerir í raun allt sem góð hárolía þarf að gera. Hún gerir við slitna enda og myndar filmu utan um þá sem verndar hárið frá hita, skemmdum og þurrki. Það sem mér finnst líka æðislegt er að hárið bókstaflega glansar eftir notkun og allur flóki minnkar. Maður þarf þó að fara sparlega með olíuna og passa að nota ekki of mikið en mér finnst gott að spreyja tvisvar til þrisvar í lófann á mér og bera svo í endana. Olían inniheldur lífrænt muru muru smjör, shea butter, argan olíu og E vítamín.

Shimmer Me Blonde

Shimmer Me olíuna frá Kevin Murphy nota ég óspart sem lokaskref  til að fá glans yfir allt hárið eða fyrir sléttun til að hjálpa til við að slétta yfir endana, fá raka og vernda hárið. Ég elska þetta sprey og finnst það alltaf setja punktinn yfir i-ið þegar það kemur að hármótun. Það skemmir svo alls ekki hvað lyktin er dásamleg en maður hristir líka spreyið fyrir notkun til að lyfta upp ögnunum sem eru í því. Shimmer Me Blonde er frábrugðið spreyinu sem kom á undan að því leyti að það birtir yfir hárinu og vinnur á móti gulum tónum.

Ég mæli auðvitað alltaf með að hugsa vel um hárið og nota vandaðar vörur sem henta hárinu manns – það margborgar sig. Ég kaupi allar mínar Milk Shake og Kevin Murpny vörur á Sprey Hárstofu. Hægt er að sjá fleiri sölustaði hjá báðum merkjum HÉR og HÉR.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls