Þegar talað er um fitugt hár þá er það alls ekki slæmur hlutur og hægt er að laga það með þolinmæði og réttum vörum.

Olían sem myndast í hárverðinum er okkar vörn gegn sólskini, bakteríum og öðrum efnum sem geta verið í kringum okkur. Þessi olía heitir sebum og er alls ekki slæm.

Á unglingsárum verður oft mikil olíumyndun í hárverði það tengist oft hormónum en líka því að við séum að þvo hár allt of oft og að okkur vantar góðar fitur inn í lífstílinn okkar.

Mörgum finnst þeir þurfa að þvo hárið á hverjum degi því annars er það strax orðið fitugt eða flatt. Fitan sem myndast þegar það er þveigið hárið of oft er ýktari og verri en hjá þeim sem þvo hárið einu sinni til þrisvar í viku. Hárið eða hársvörðurinn þarf ekki að verjast lengur og ofgerir þessari olíu myndun. Þeir sem þvo hárið sjaldnar finna það að hárið fitnar ekki eins oft og eru líka að sjá til þess að endarnir haldist heilbrigðir. Því oftar sem þú þværð hárið því þurrari verða endarnir og viðkvæmari. Ef þér finnst hinsvegar hárið flatt þá getur það verið olíumyndunin sem gerir það að verkum en það eru til svo margar vörur í dag sem hjálpa til við að poppa upp hárið.

Þurrsjampó og púður

DOO.OVER frá KEVIN MURPHY Þurrsjampoo með léttu lakki sem upp hársvörðinn og gefur hárinu hald í leiðinni. Paraben og súlfata laust og ekki prófað á dýrum.

POWDER:PUFF frá KEVIN MURPHY Það sem sumir kalla lyftiduft. Þessu dufti er skellt í rótina á þá staði sem þú vilt lyftingu, nuddað í til þess að dreyfa og örva vöruna og búmm! Þú ert komin með mun meira hár en fyrir þremur mínútum síðan. Þú finnur fyrir vörunni en það sést ekki neitt nema frábært hár.

Önnur púður sem ég mæli með:

I WANT BODY frá ELEVEN og VOLUME POWDER frá DIFI

MAGIC frá MILKSHAKE

Ný vara frá þeim en þetta er þurrsjampó sem er nær engin lykt af og ótrúlega létt í hárið. Sum þurrsjampó innihalda mikið duft og þu finnur smá stama áferð af þeim en ekki af MAGIC.

Önnur þurrsjampoo sem ég mæli með:

DRY ME frá EIME, FRESH.HAIR frá KEVIN MURPHY, DRY SHAMPOO frá MARIA NILA, DRYNAMIC frá SEBASTIAN & PERFECT HAIR DAY frá LIVING PROOF

Gott er að versla sér þurrsjampó og byrja ferlið. Það tekur smá tíma að venja hárið af því að vera þvegið á hverjum deigi en trúðu mér: Þú bæði sparar tíma og færð mun fallegra  hár. Svo er ótrúlega stórt atriði hvaða vörur þú ert að nota í hárið á þér. Ef vilt allt það besta fyrir hárið og vilt að það glansi og sé í góðu standi þá er lang best að fara inn á hárgreiðlsustofurnar og fá ráðgjöf og góða hárvöru.

Sjampóið skiptir máli

Til eru sérstök sjampó sem hjálpa sérstaklega til með fitugt hár en það er stór munur á vörum á hárgreiðlsustofum og hárvörum í búðinni.

NORMALIZING BLEND frá MILKSHAKE

Sérstaklega hannað fyrir feitan hársvörð. Hreinsar hárið á mildan hátt, inniheldur ilmkjarnaolíur og virkar jurtir eins og lífrænan kóriander.

ENERGIZING BLEND frá MILKSHAKE (til sjampó og næring)

Þessi lína er fyrir þunnt hár en hún hefur örvandi áhrif á hársvörðin sem er gott fyrir hvern sem er. Eykur blóðflæðið í hársvörðinb og hreinsar hárið á mildan hátt.

MAXI.WASH frá KEVIN MURPHY 

Detox sjampó sem hreinsar óæskileg efni úr hárinu. Hentar fitugu hári og hreinsar vel. Heldur mýkt og gefur góða birtu í hárið. Inniheldur litavörn.

Önnur sjampó sem ég mæli með:

CLEAR SCALP frá SP WELLA og REBALANCING frá DAVINES

Á meðan þú venur hárið þitt af endalausum þvotti þá er gott að nýta tækifærið og prófa sig áfram i greiðlsum: Setja hárið hálft upp, í tagl, prófa hárbönd og spennur, derhúfur, snúða, liði og fléttur. Það er svo margt hægt að gera við hárið sem bjargar slæmum hárdögum.

Mataræði

Matarræði hefur mikið að segja. Óhollur lífstíll hefur áhrif á líkaman okkar og þá einnig hárið sem verður fitugra og húðin verri. Gott er að hafa góðar fitur í matarræðinu. Fita frá laxi, valhnetum og frægum, avokado og fleira er mjög gott. Vatn og nóg af því. Vatn gerir ekkert nema gott fyrir okkur svo drekktu nóg af vatni.

Farðu varlega í burstun

Ef þú greiðir hárið of oft þá hefur það einnig áhrif á olíumyndun þar sem þú ert alltaf að örva hárvörðin með burstanum. Því er gott að greiða fyrst yfir endana og enda svo við rótina svo þú farir færri ferðir að rótinni.
Betra er að nota bursta eða greiðu í staðin fyrir hendurnar okkar. Við erum með húðfitu á höndunum og ef við erum að berjast við fitugt hár þá er best að vera ekki mikið með puttana í því.


Mér finnst líka blástursefni hjálpa til með olíumyndun og hefur ANTI.GRAVITY frá Kevin Murphy verið mjög vinsælt á minni stofu. Það gefur þér létt hald og fyllingu. Margir hafa talað um það að eftir að þau nota ANTI.GRAVITY þurfa þau minna að þvo og spá í hárið sitt.

Allar vörurnar eru seldar á hárgreiðlsustofum og hægt er að finna flestar hér á Sápa.is

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Alpha girls