Ég hef verið með silfurgrátt hár núna í fjöldamörg ár og elska að fá innblástur á Pinterest þegar kemur að því að skipta um lit eða hárstíl.

Hárstíll sumarsins hefur einkennst af því að reyna að safna þvertoppnum (sem gengur vel) ásamt því að hafa hárið í háuum snúð, sjálf er ég með mjög fínt hár og ekki mikið af því á höfðinu, því reynist mér ansi erfitt að safna hári án þess að það líti ekkert svakalega vel út því það er fljótt að þynnast í endana.

Hugmyndir fyrir haustið

Hugmyndin fyrir haustið er að klippa hárið við axlir og jafnvel dekkja gráa litinn smá, svona af því það er að koma haust. Myndirnar hér að neðan eru frá Pinterest en það er mjög auðvelt að leita í leitarvélinni þar að alls kyns hárstíl sem manni langar í.

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir
Rannveig Jónína Guðmundsdóttir er með sveinspróf í hársnyrtiiðn og BA gráðu í fjölmiðlafræði. Hún er gift honum Gumma og saman eiga þau tvo stráka og hundinn Marra. Rannveig elskar að hreyfa sig, kennir spinning, stundar ræktina reglulega og labbar á fjöll. Hún hefur áhuga á tísku, förðun og þó aðallega mannskepnunni sjálfri, henni finnst fólk mjög áhugavert. Í dag kennir Rannveig 3. bekk og hefur unnið við kennslu síðastliðin þrjú ár en hún stefnir á master í kennslufræði eftir ár. Þið finnið Rannveigu á Instagram undir @rannveigjonina
Alpha girls