Mig langar ótrúlega að gefa ykkur eftirfarandi ráð til að ná að halda hárinu ykkar sem bestu á komandi mánuðum.

 • Borðaðu vel og hollt. Gott er að taka vítamín til þess að auka heilbrigði hárs, húðar og líkama.
 • Gott er að bursta hárið einu sinni á dag á dag og þá fyrir sturtu svo hárið sé ekki of flókið þegar það blotnar. Á meðan þú ert með næringuna í hárinu er gott að greiða hárið með grófri greiðu. Reyndu að sleppa því að greiða hárið á meðan það er blautt, ef þú þarf er best að nota grófa greiðu eða Wetbrush.648334e309117dea0b5c78eff54fb61e
 • Veldu réttar og góðar vörur fyrir þitt hár.
 • Dekraðu við hárið einu sinni í viku með maska, djúpnæringu eða ambúlum.
 • Reyndu að þvo hárið þitt sjaldan. Einu sinni til þrisvar í viku er alveg nóg. Leyfðu köldu vatni að renna yfir hárið á þér eftir þvott, það lokar hárinu og gefur því glans.

 • Passaðu að nudda hárið ekki mikið með handklæði, vertu mjúkhent og forðastu það að láta hárið þorna í handklæðinu.
 • Ekki setja hárið upp þegar það er blautt – þá slitnar/brotnar hárið. Ekki sofna með hárið blautt – þá missir hárið mikinn raka sem koddinn drekkur í sig og verður því þurrt og brothætt.
 • Notaðu alltaf hitavörn áður en þú blæst á þér hárið eða notar önnur tæki sem hita upp hárið eins og sléttujárn. Góð hitavörn er lykill.
  46c770f51b39f27008fbf4375bd0b8ea
 • Notaðu sólavörn í hárið líka.
 • Gefðu þér höfuðnudd, það eykur blóðflæði upp í haus. Það minnkar einnig hárlos, eykur hárvöxt og svo er það bara svo gott!
 • Annan til fjórða hvern mánuð skaltu kíkja í klippingu. Slitið hár getur haft mikil áhrif á þykkt og lengd.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Alpha girls