Bylgjur, pixie klippingar og hárspangir voru það sem ég tók mest eftir á Óskarnum þetta árið.

Margir voru búnir að klippa sig styttra. Justin Timberlake, Viola Davis, Michelle Williams og Janelle Monáe eru meðal þeirra sem mættu með nýtt hár á rauða dregilinn.

Pixie klippinginn er að verða vinsælli og enn fleiri eru farnir að þora að klippa á sér hárið stutt eða styttra.

Janelle Monae

Mér finnst hún Janelle Monáe ótrúlega flott og fer þessi klipping henni svo vel. Ég elska þegar hárið fær að vera frekar frjálst eins og hún er að gera þá fá liðuðu lokkarnir að njóta sín. Til þess að gera þetta enþá fínna og skemmtilegra þá setja hún og Ruth Negga spöng í hárið sem fullkomnar „lookið“.

Ruth Negga
Michelle Williams

Það voru fleiri sem mættu á rauða dregilinn með nýja klippingu og ein af þeim var Michelle Williams, sem er gullfalleg kona. Hún er einmitt með þennan fallega og náttúrulega ljósa tón á hárinu. Hlýjir og mjúkir ljósir tónar hafa verið vinsælir núna og er þetta gráa kalda útlit alveg að detta út. Þessi klipping og liturinn á hárinu leyfa augunum alveg að njósa sín!

Scarlett johansson

Scarlett johansson er ávallt glæsileg og hér leikur hún með hárið á sér. Þessi klipping er vinsæl hjá konum í dag og hægt er að leika sér með þessa klippingu. Toppurinn getur verið fram og aftur, niður eða til hliðar. Eins og hún Michelle þá er Scarlett með mjúkan ljósan tón að ofan og býr til fyllingu með dekkri lit í rót og hliðum.

Svo eru það drottningarnar með bylgjurnar. Bylgjur eru alltaf fallegar og þú ert alltaf fín með bylgjur í hárinu, finnst mér.

Emmurnar tvær þær Emma Stone og Emma Roberts mættu báðar með rauðleitt og fallega bylgjað hár. Emma Stone er með þessar fallegu 50’s bylgjur á meðan Emma Roberts er með þær aðeins nútímalegri og lausari.

Emma Roberts
Emma Stone

Karlie Kloss kom einnig með bylgjað hár og er alltaf mest smart að setja hárið í hliðarskiptingu og eina hliðina á bakvið eyrað eins og þær allar gera. Karlie er með bylgjurnar aðeins meira „messy“. Bylgjur er auðvelt að gera ef þú átt keilujárn. Þú krullar hárið allt saman í eina og sömu áttina, leyfir því að kólna og setur smá lakk. Svo er greitt úr þeim svo þær falli inn í hvort aðrar. Prófaðu þig áfram og reyndu á bylgjur næst.
Þú verður stórglæsileg!

Karlie Kloss
Kristen Dunst

Kirsten Dunst fer klassíska leið með hárið upp og hefur verið vinsælt að hafa þessa mýkt og rómantík með því að leyfa nokkrum lokkum að hanga niður. Krullur eru algert möst þegar þú setur upp hárið á þennan veg þar sem þú færð fallega hreyfingu og fyllingu í hárið. Halle Berry fór alla leið með krullujárnið og leyfði sér að vera með stórt og mikið hár þennan Óskarinn. Mér finnst þetta ótrúlega töff á henni og flott að sjá litahreyfinguna í hárinu hennar.

Halle Berry
Felicity Jones

Felicity Jones er eins einföld um hárið og hægt er held ég. Sæt greiðsla sem hentar nær öllum. Hálft hárið tekið upp og finnst mér flott að toppruinn fær nokkra vængi á sig. Felicity er með fallegan lit í hárinu og eru margir byrjaðir að vinna með þessa tóna . Stelpur sem hafa lýst á sér endana eru farnar að setja dökkt í rótina og svo 1-2 tónum ljósari tón yfir enda. Hárið fær þá skemmtilegra hreyfingu.

Charlize Theron

Charlize Theron leikur sér með toppinn hér. Við fáum smá „pinup“ fíling með þessari greiðlsu. Toppurinn er blásinn vel upp í góða lyftingu á meðan restin er sett slétt og hreint niður í lagt tagl.

Jennifer Lawrence

Ég ætla enda þetta með klippingunni og litnum á Jennifer Lawrence en þetta er klipping ársins og fer öllum ótrúlega vel og er Jennifer virkilega flott með hana – ljósi liturinn er svo fallegur.

Jennifer Lawrence

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Alpha girls