Ég fæ slæma hárdaga eins og flestir. Á slíkum dögum er þurrsjampóið mitt að bjarga mér.

Suma daga næ ég að hafa hárið niðri og skelli jafnvel í mig blómahárbandi, derhúfu, fléttum eða spennum en aðra daga þá hendi ég því upp í snúð.

Hérna sýni ég ykkur einfalda, fljóta og góða leið til þess að setja hárið upp í snúð.

Sumar aðferðir eins og að flækja hárið inni í teyguna til þess að búa til snúð geta brotið endana á hárinu og farið mjög illa með það. Ég sný upp á hárið og bý til snúðinn þannig en með þessari aðgerð þá ertu að vernda endana og ferð betur með þá.

Ég reyni að draga það að þvo hárið á mér oft. Einu sinni til tvisvar í viku er alveg nóg. Þá daga sem ég nota ekki sjampó þá nota ég þurr sjampó eða skola hárið eingöngu með vatni. Fitan í hárverðinum er mikilvæg og ótrúlega góð fyrir hárið og hárvörðinn. Hún sér um að vernda höfuðleðið og gefur einnig hárinu heilbrigðan glans.

Svo ég segi það aftur getur gott þurrsjampó getur bjargað deginum og gert hárinu okkar greiða. Ég nota þurrsjampóið frá Kevin MurphyFresh Hair.

Sjampó er nefnilega hreinsandi og getur of mikil sjampónotkunn bæði þurrkað upp hársvörðinn og hárið sjálft. Það fer algerlega eftir vörutegund en mikilvægt er að nota góðar hárvörur í hárið okkar.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Alpha girls