Sléttujárninn eru himnasending og er svo gott að eiga eitt slíkt tæki heima. Hægt er að krulla hárið, bylgja það eða fá það rennislétt. En samt sem áður þá er sléttujárn að hita hárið og getur haft slæmar afleiðingar ef það er notað á rangan hátt.

13551642_660781014069251_1567255938_n

 • Numer 1,2 og 3 er að slétta aldrei hárið ef það er blautt eða rakt. Gefðu þér tíma í að þurka hárið alveg þurrt áður en þú ferð með sléttujárnið í hárið.
 • Hitin á járninu skiptir gifalega miklu máli. Það sem ekki margir vita að hitastig á sléttujárni og krullujárni á aldrei að fara hærra en 195°C og aldrei lægra en 175°C.
  Einnig þá þyðir ekkert fyrir þig að renna oft og hratt í gegnum hárið, þú ert bara að gera það mun verra. Farðu hægt og ekki oftar en tvisvar yfir hvern lokk.

0ae33ab73c7ffaaf18fafde71532b6ae

 • Skiptu hárinu þínu niður, þá nærðu að slétta það fullkomnlega og vel.
 • Þolinmæði er mikilvæg, vertu góð við hárið þitt og hugsaðu vel um það.

644e1d426b2fa40820f3a5741e38c936

 • Notaðu vörur með hitavörn! Til eru margar vörur sem innihalda hitavörn og geta hjálpa þér að ná hárinu sléttari eða krullunum fallegri. Veldu vel og vandlega vörur með hitavörn.
 • Hárgreiðslu fólk notar yfirleitt greiðu þegar þau slétta hárið á viðskiptavininum en það er vegna þess að þá nærðu hárinu sléttara og þarft aðeins eina umferð með sléttujárninu yfir hvern lokk. Þú ættir að prófa það – ef það gengur illa þá er gott að greiða vel úr lokknum áður en hann er sléttaður eða krullaður

how-to-use-curry-leaves-for-hair-growth

 • Reyndu að nota sléttujárn með keramik plötum eða keramik plötum sem eru teflon húðaðar. Það fer betur með hárið.
 • Fylgjstu með ef sléttujárið fer að rífa í eða húðin er farin af plötunum, þá er best að fá sér nýtt. Einnig geta sléttujárn ofhitnað án þess að þú takir eftir því nema þegar það er of seint.
 • Djúpnæring sem gefur hárinu góðan raka. Leave-in næringar og olíur eru möst ef þú ert að slétta eða krulla hárið mikið. Hitavörninn heldur raka i hárinu en það er gott að gefa hárinu þetta extra sem það þarf ef þú ert mikið í því að nota heit tæki í hárið þitt.

curl-hair-straightener2

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Alpha girls