Færslan er ekki kostuð

Mér finnst alltaf jafn ótrúlega gaman að versla jólagjafir á karlmennina í lífi mínu, en stundum getur það verið pínu hausverkur að ákveða hvað ég á að kaupa (ég veit, ég er mjög oft með hausverk þessa dagana).

Það eru auðvitað ekki allir með sama smekk og því getur verið sniðugt að stíla annað hvort inn á eitthvað sem að viðkomandi vantar, eitthvað sem hann myndi ekki tíma að kaupa sér sjálfur eða eitthvað tengt áhugamáli. Gjafir þurfa alls ekki að vera dýrar og á þessum lista ættuð þið að finna eitthvað í flestum verðflokkum. Einnig hafði ég listann dálítið almennan svo hægt sé að fara eftir honum hvort um er að ræða maka, vin, bróður, föður eða son.

gjafir2

YSL La Nuit De l’homme fæst í Hagkaup – Hitabrúsi með veiðiflugum HÉR – Steini Design Frosti Peysa HÉR – Vasahnífur með aukahlutum HÉR – Pedro jakki HÉR – MAO skyrta HÉR – Lloyd Gambia skór HÉR – Cintamani Ingibjargur&Langbrók HÉR 

Góður ilmur er eitthvað sem flestir karlmenn kunna vel að meta og þessi frá YSL er einn af mínum uppáhalds hjá kærastanum mínum.

Það er ótrúlega gaman fyrir veiðimenn að eiga góða hitabrúsa, en ég gaf einmitt pabba svona brúsa í jólagjöf í fyrra. Hann nýtist vel í öllum ferðum.

Ég persónulega elska allt frá Steini Design og þessi peysa er eitthvað sem ég gæti vel hugsað mér að sjá til dæmis á kærastanum mínum. Ótrúlega hlý og góð úr ekta íslenskri ull.

Flott „gismó“ er alltaf sígilt og flestir yrðu ánægðir með þennan sígilda herramannshníf úr Hrím – mér finnst hann að minnsta kosti æði!

Þessi jakki úr Jack&Jones er sígildur og það er sniðugt að eiga einn jakka sem bæði er hægt að dressa upp og niður. Hann er hlýr en samt er hægt að nota hann allan ársins hring.

Hver elskar ekki að fá fallega skyrtu í jólagjöf? Þessi MAO skyrta úr Gallerí 17 finnst mér falleg og klassísk.

Skóbúnaður er eitthvað sem sumir strákar eru latir að versla sér og finna sér þá oft það ódýrasta, í stað þess að líta í gæði. Lloyd er eitt af uppáhalds skómerkjunum mínum fyrir karla þar sem að þeir eru ótrúlega vandaðir, endast árum saman en eru samt á viðráðanlegu veðri.

Hvort sem einhver stundar útivist eða ekki, þá er nauðsynlegt að eiga góð innanundir föt í íslensku veðri ef það á að vera eitthvað úti við á veturnar. Þessi frá Cintamani eru mín uppáhalds, en ég á kvenútgáfuna af þeim. Ótrúlega, þunn, hlý og mjúk ullarföt sem innsta lag og maður þarf í raun bara venjulegar buxur og góða úlpu yfir.

gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls