Hérna er sannleikurinn um nokkra hluti sem þú hélst að væru góðir/slæmir fyrir hárið þitt en eru það ekki.

da5344af8bf1ac761c91732d0f3992b8

Gott er að greiða hárið oft og mörgum sinnum yfir daginn til þess að auka vöxt og halda því heilbrigðu.
– Nei, þetta er ekki rétt. Með því að bursta hárið þitt oft á dag blautt sem þurrt eykurðu líkurnar á sliti. Gott er að greiða hárið varlega í sturtu á meðan þú ert með næringu í hárinu eða þegar hárið er orðið þurrt. Gott er að greða hárið vel en sjaldan.

37b168b55c9e02b60507f39289243820

Hægt er að laga slitna enda með oliu og djúpnæringu.
– Það er ekki til nein vara sem lagar slitna enda, hægt er að hæga á því að endar slitni með því að gefa hárinu raka og vörn en eina leiðin til þess að laga slitna enda er að láta klippa þá af.

201602_0616_eiiag_sm

 

Ef þú ert með fitugt hár þá áttu að sleppa hárnæringunni.
– Alltaf að nota hárnæringu, þó svo að rótin se fitug þá þarf hún næringu. Hárið er dauður vefur sem þar allan þann raka sem hann fær. Gott er að nota milt sjamó og létta næringu.

e8862331dcf9d9d04df80fb255fa9e66

Sjampó og næring út í búð eru jafn góð og þau sem eru seld á hárgreiðlsustofum.
– Svo langt í frá. Vörur sem fást á hárgreiðlsustofum jnnihalda mun betri efni og eru þau rannsökuð og þróuð annað en þær vörur sem fást út í búð. You get what you pay for.

43b28e02a378b2e7fe0e7665559000de

Þú átt ekki að lita hárið á þér á meðan þú ert ófrísk.
– Litirnir í dag eru mun betri heldur en þeir voru fyrir nokkrum árum.
Betra er að fá skol heldur en lit eða fara í balayage strípur en þær fara aldrei niður að rót.

8cc5bf7aefeb739e46ab956f2c815db7

Sjampóið á að freyða vel, þá veistu að hárið sé orðið hreint.
– Sulfate er bensín sem lætur sjamó freyða. Til eru svokölluð „sulfate free“ sjampó sem freyða minna en hreinsa hárið alveg jafn vel. Hárið er því ekkert hreinna þó sjampóið freyði meira.

c02f5022d8cad069c008816d29c3583d

Gott er að skipta um sjampó og næringu reglulega.
– Það er ekki rétt ef hárið þitt er fínt og fallegt og þú ert buin að vera nota sömu vöru lengi; haltu því áfram. Það gerir hárinu þínu bara gott.

322cbfe2038176fef013cadc84c1e456

Ef þú plokkar gráa hárið burt þá koma fleiri grá hár.
– Þú ert komin á það tímabil sem að gráu hárin fara að láta sjá sig, þau verða fleiri hvort sem þú plokkar þetta eina í burtu eða ekki. Að plokka hár úr sér getur þó valdið skaða í hársekkjum.

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Alpha girls