Færslan er ekki kostuð, stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf 

Þessi færsla var talsvert erfið í fæðingu, en flokkarnir voru margir og úr ótrúlega mörgum vörum að velja. Þó er enn bara janúar svo að þetta ætti að sleppa! Sumar vörurnar eru gamlar uppáhaldsvörur, aðrar einhverjar sem ég eignaðist og prófaði fyrst á árinu.

Þetta verður lengsta færslan í seríunni en jafnframt sú síðasta. Byrjum á byrjuninni:

HÚÐ

Undirbúningur

Ég ákvað að skipta þessu í tvennt; farðagrunnar og krem undir farða. Backlight Priming Filter* frá BECCA Cosmetics er orðinn einn af mínum allra uppáhalds og af góðri ástæðu! Hann jafnar húðlitinn og gefur ótrúlegan ljóma sem skín vel í gegnum farðann. Svo er líka fallegt að blanda honum út í farða fyrir auka ljóma. All Hours Primer* frá Yves Saint Laurent er svo primerinn sem ég geng í þegar farðinn þarf að endast vel og vera mattur. Hann heldur öllu pikkföstu á í gegnum allt og er bæði þunnur og sílíkonlaus. Uppáhalds rakakremið mitt undir farða er svo hið margrómaða Lait-Créme Concentré frá Embryolisse sem gefur frábæran raka, jafnar húðina og farðinn verður einhvernveginn „flawless!“ Glowstarter* rakakremið frá Glamglow er svo ótrúlega fallegt ljómakrem undir farða, en hægt er að nota það daglega sem rakakrem (sem ég geri mjög oft) þar sem að það veitir raka og mýkt inn í daginn.

Grunnur og skygging

Ég elska góðan farða og sá sem sló algjörlega í gegn hjá mér árið 2017 var All Hours* farðinn frá Yves Saint Laurent! Hann er þunnur, þekur allt, helst á í gegnum allan daginn og er bara einfaldlega fullkominn! Ég gat ekki valið um hyljara en All Hours* hyljarinn frá Yves Saint Laurent virkar ótrúlega vel til að hylja hvað sem er, enist lengi á húðinni og formúlan er bæði þunn og sest ekki í línur. Line Smoothing Concealer frá Clinique hefur verið í uppáhaldi lengi en ég held að ég sé gjörsamlega háð honum hvað varðar það að hylja bauga. Transluscent Setting Powder frá Laura Mercier er víðsfrægt af góðri ástæðu en það er einfaldlega besta lausa púður sem ég hef kynnst og festir farða án þess að setjast í línur. Compact Expert Dual Powder* frá By Terry kom mér virkilega að óvart en ég hef notað það daglega síðan ég fékk það. Púðrið er hægt að fá í ljósum og dökkum litum en ég nota mitt yfir farða og til að matta húðina, en mýktin er einstök.

Highlighter er eitthvað sem ég elska að nota á hverjum einasta degi og þá er Shimmering Skin Perfector frá BECCA Cosmetics í litnum Opal hefur þar vinninginn að mínu mati. Fullkominn ljómi og hægt að stjórna útkomunni. Einnig dýrka ég Liquid Glow frá Anastasia Beverly Hills í litnum Perla. Hann er fljótandi, náttúrulegur og gefur fallegt, ljómandi útlit. Contour Kit frá Anastasia Beverly Hills er eitthvað sem ég nota á hverjum einasta degi en litirnir eru gullfallegir til að móta andlitið og gefa því líf, hvort sem um er að ræða þá ljósari eða dekkri. Ef ég nota stakan skyggingarlit þá verður Chocolate Soleil frá Too Faced alltaf fyrir valinu í litnum Medium/Deep en hann er fallega mattur og ekki of hlýr. Mér finnst sólarpúður ótrúlega fallegt þegar maður vill smá auka lit í andlitið en Bronzing Stone* frá Yves Saint Laurent stendur alltaf fyrir sínu.

AUGU

Mikill vandi var að velja maskarann sem stóð upp úr, en þeir voru ótrúlega margir! Monsieur BIG frá Lancôme hefur þó vinninginn að þessu sinni en hann gerir mikið úr augnhárunum án þess að klessa þau. Augnskuggapalletturnar sem litu dagsins ljós á árinu voru mjög margar en Modern Renaissance frá Anastasia Beverly Hills sem kom út árið 2016 er mín allra uppáhalds! Augnskuggarnir eru pigmentaðir, auðveldir í blöndun og einfaldlega trylltir. Augnblýanturinn Coffee frá MAC er æðislegur, enda nota ég hann nánast daglega. Hann dugar bæði í vatnslínu og létt smokey útlit, en hann er fallega dökkbrúnn. Ég elska eyeliner-a í pennaformi og þessi frá Sephora (Classic Line High Precision Felt Liner) sló í gegn hjá mér en hann er þægilegur, gerir fallega línu og endist lengi. Grunnurinn sem ég nota alltaf undir augnskugga er Pro Longwear Paint Pot frá MAC í litnum Groundwork, sem er einskonar kremaður augnskuggi. Hann heldur öllum augnskuggum á endalaust og virkar líka einn og sér. Augnhárin sem ég kýs oftast heita DW og eru frá Modelrock. Þau gera mikið úr augunum án þess að vera of mikil um sig. Ef ég vil smá auka „glam“ lúkk á augun nota ég mikið glimmer augnskugga og Glitter&Glow augnskuggarnir frá STILA eru fullkomnir í það verk.

VARIR

Það skyldi engan undra að ég ELSKA alla varaliti sem eru bæði nude og bleiktóna. En formúlurnar haldast alltaf sama hver liturinn er svo að ég mæli með því að þið finnið ykkar uppáhalds lit! Liquid Lipstick frá Modelrock í litnum You Mauve Me er minn uppáhals fljótandi, matti varalitur. Ég er oftast ekki mikið fyrir þá en þennan get ég hiklaust gengið með. Viva Glam II frá MAC er sennilega minn uppáhalds nude varalitur, en hann gefur fallegan lit og helst alveg mattur á. Blýanturinn Boldly Bare frá MAC fer fullkomlega með hvaða nude varalit sem er og er einnig hægt að nota einan og sér. L’Absolu Gloss Sheer* varaglossinn frá Lancôme er hinn fullkomni varagloss sem gefur gljáa, verndar og nærir. Fyrir fallega útkomu er nauðsynlegt að hafa góðan grunn (sérstaklega ef liturinn á að endast) og þá er Prep+Prime Lip varaprimerinn frá MAC æðislegur. Hann fyllir upp í línur, nærir og heldur litnum vel á.

Gleðilegt 2018 snyrtivöruár! 

Þið finnið mig á Instagram undir @gunnybirna 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls