Færslan er unnin í samstarfi við Yves Saint Laurent á Íslandi

Ég hef marg oft nefnt við ykkur að ég þarf frekar oft að bæta á mig meiki og púðri yfir daginn til þess að glansa ekki eða svo að húðin drekki ekki í sig meikið (eða að ég nuddi það af í klaufaskap). Ég hef yfirleitt verið að nota matta farða sem eru með góða þekju og endast vel af þessum ástæðum og fékk nýlega einn að gjöf sem er strax orðinn einn af uppáhalds!

Farðinn sem helst á endalaust

Ég er mjög „pikkí“ á farða og get til dæmis sjálf ekki notað of rakagefandi farða því mér finnst þeir strax leka af mér svo að þessi hittir beint í mark. Hann heitir All Hours Foundation og er mattur, þunnur og virkilega vel þekjandi. Farðinn kemur með pumpu í ótrúlega flottum og stílhreinum umbúðum, en hann endist ALLAN daginn framan í mér. Ef ég svitna extra mikið þá þarf ég í raun bara að púðra rétt yfir og þá er hann orðinn eins og hann var áður. Ég fékk einnig ótrúlega handhægan og góðan svamp/blender með farðanum sem mér finnst mjög gaman að nota með og þá helst þurran, en oftast held ég mig þó við gamla góða burstann.

Einnig prófaði ég hyljarann í línunni sem heitir einnig All Hours Concealer en hann hefur marga sömu eiginleika og farðinn. Hann helst mjög vel á, eyðir burt baugum og roða ásamt því að vera vel mattur og þekjandi.

Það sem kom mér svo hvað mest að óvart úr línunni var primerinn; All Hours Primer! Ég hef vanalega ekki verið mikið fyrir primera og þegar ég nota þá á sjálfa mig eða aðra vil ég alls ekki að þeir innihaldi sílíkon sem liggur ofan á húðinni eða stíflar hana. Þessi primer er algjör „game changer“ fyrir mér. Hann smýgur ofan í húðina, mattar hana en þurrkar alls ekki upp. Hann er frábær undir farða til að gefa mattara útlit og halda honum lengur á. Mæli endalaust með!

Varalitaáletrun hjá YSL

Ég fékk einnig ótrúlega persónulega gjöf en það var varalitur með nafninu mínu! Ég er algjörlega ástfangin af honum og langaði svo að segja ykkur frá því að á fimmtudag verður boðið upp á varalitaáletrun hjá Yves Saint Laurent í Hagkaup á Akureyri og á föstudaginn í Hagkaup Kringlunni. Þetta er ótrúlega skemmtilegt tækifæri til að kaupa sér uppáhalds varalitinn og láta setja nafnið sitt á hann, eða gefa hina fullkomnu gjöf. Þið getið séð viðburðinn með því að smella HÉR.

Þið finnið mig á Instagram undir @gunnybirna

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls