Ég er ansi viss um að ég skuldi lesendum nýjan uppáhalds lista, en það er orðið nokkuð langt síðan sá síðasti leit dagsins ljós.

Haustið er virkilega spennandi hvað varðar nýjar og skemmtilegar vörur í snyrtivöruheiminum, en einnig er ég búin að uppgötva (og enduruppgötva!) nokkrar sem hafa verið lengi á markaðnum. Svo á ég eftir að segja ykkur frá því en eitt af mínum uppáhaldsmerkjum, BECCA Cosmetics er að koma til Íslands núna í október! Ég hef verslað þó nokkrar vörur frá merkinu í utanlandsferðum og af netinu í gegnum tíðina og get því ekki beðið eftir að fá þessa snilld hingað!

*Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf, aðrar keypti ég sjálf 

TOPP 10 Í AUGNABLIKINU

REAL PURITY Roll-On Natural Deodorant:

Þetta ku vera í fyrsta skipti sem ég gerist svo djörf að skrifa um svitalyktareyðir hér á blogginu, en hey… afhverju ekki? Við notum þetta (vonandi) öll og þurfum (líklega) öll á því að halda. Lengi vel hefur verið í umræðunni að svitalyktareyðar séu stútfullir af áli og öðrum eiturefnum, sem er alls ekki gott þar sem að þeir eiga greiða leið inn í blóðrásina og geta valdið alvarlegum afleiðingum. Ég var því hoppandi kát þegar þessir frá Real Purity komu til landsins, en þeir eru lausir við öll óæskileg aukaefni og smellvirka bæði á svitalykt og svitamyndun! Fæst HÉR 

BECCA Shimmering Skin Perfector® Pressed Highlighter: 

LOKSINS! Eins og þið lásuð mögulega hjá Guðrúnu Sörtveit á Trendnet í dag þá er þetta æðislega merki á leið til Íslands. Ég hef eytt ófáum krónum (dollurum, ef þið viljið) í Sephora í gegnum tíðina í þessa highlighter-a og af góðri ástæðu; þeir eru einfaldlega frábærir. Ég keypti mér þennan í litnum Opal (minn uppáhalds litur) á leið minni til Montréal í vor og hef notað hann nánast daglega síðan. Fæst bráðum á Íslandi – frekari upplýsingar koma síðar!

ECO BY SONYA Pink Himalayan Salt Scrub:

Hvað sem þið kaupið, þá er þetta eitthvað sem ég mæli óendanlega mikið með! Húðin verður eins og smjör (á góðan hátt) eftir notkun, allar dauðar húðfrumur hverfa og engin þörf er á því að nota krem eða olíu eftir á þar sem að húðin er silkimjúk. Ég mæli eindregið með því að nota vöruna um tveimur dögum áður en brúnkukrem er borin á – og áður en þið farið undir vatnið í sturtunni! Fæst HÉR og HÉR 

THE ORDINARY AHA 30% + BHA 2% Peeling Solution:

Þessi vara er ekki fyrir byrjendur, kæru lesendur. Því ættuð þið ekki að nota hana nema að vera búin að lesa ykkur vel til, þar sem að þið getið auðveldlega skaðað húðina með því að vera óvön eða að hafa þennan maska á í of langan tíma. En áhrifaríkur er hann og húðin mín æðisleg eftir hann! Fæst bráðum í Maí

ELIZABETH ARDEN Eight-Hour Lip Protectant:

Ég þarf virkilega góða varasalva á veturnar og þessi er einn af mínum heilögu. Ég set hann á mig á kvöldin áður en ég fer að sofa og á morgnana, og hann varnar mesta varaþurrkinum. Fæst meðal annars í apótekum og verslunum Hagkaups 

ESTÉE LAUDER Revitalizing Supreme+ Global Anti Aging Cell Power Eye Balm*: 

Þetta augnkrem kom mér verulega að óvart! Ég bjóst við mikilli virkni og ekki er nóg með að það hafi svo sannarlega staðist, heldur róar kremið augnsvæðið og gefur frábæran raka! Fæst meðal annars í apótekum og verslunum Hagkaups  

ANASTASIA BEVERLY HILLS Foundation Stick*: 

Þetta meik er ólíkt öllu öðru sem ég hef prófað. Ég er enga stund að setja það á, þarf nánast ekkert að púðra yfir og það helst á óskert í gegnum daginn. Einnig hylur það frábærlega! Fæst HÉR

SUNDAY RILEY Good Genes:

Eftir að hafa fengið prufu af þessari dásemd í Sephora um páskana vissi ég strax að ég yrði að eignast þetta. Ég nota þetta um einu sinni til tvisvar í viku eftir góða hreinsun, en kremið er einstaklega ríkt af mjólkursýrum og virkum innihaldsefnum sem gera við húðina og minnka húðholur, ör og bólur meðal annars. Ég hef aldrei séð jafn snögga breytingu á húðinni á mér eftir eitt krem! Fæst meðal annars í Sephora og hjá Cult Beauty

SKYN ICELAND Arctic Hydration Rubberising Mask With Vitamin C*:

Þetta er nýjasta nýtt úr smiðju Skyn Iceland en ég gjörsamlega féll fyrir þessum maska við fyrstu notkun! Maskinn er ríkur af hreinu C-vítamíni sem gefur húðinni ljóma, en einnig er hann mjög rakagefandi og „plump-ar“ upp húðina svo um munar. Húðin varð gullfalleg og eins og ný! Fæst HÉR og HÉR

BOBBI BROWN Instant Full Cover Concealer*: 

Þennan mun ég kjósa að kalla „kraftaverk ársins.“ Þegar ég tók burstann upp bjóst ég satt að segja ekki við mikilli þekju þar sem að lítil formúla var á honum. En viti menn, hann hylur ALLT! Ég sé mögulega fyrir mér að þessi muni taka við af Clinique Line Smoothing hyljaranum mínum sem uppáhalds þar sem að ég er virkilega ánægð með hann. Vel gert, Bobbi! Fæst í Lyf&Heilsu Kringlunni, Hagkaup Smáralind og Make Up Gallery Akureyri 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls