Nú þegar aðeins þrír dagar eru eftir af TAX FREE dögum í Hagkaup er nú ekki seinna vænna en að fara að gefa ykkur smá hugmyndir eins og vanalega. Innkaupafíkillinn hefur svo sannarlega ekki látið undan síðan þið heyrðuð í mér síðast. Á listanum að þessu sinni eru bæði vörur sem ég á sjálf og hef verulega góða reynslu af sem og vörur sem eru komnar á innkaupalistann.

KONUKOT

Það er annars hægt að segja frá því að ég tók snyrtivöruhirslurnar mínar í gegn á dögunum þar sem ég henti bæði dóti sem var ónýtt (eða korter í ónýtt) og mjög gamalt. Annað sem var í lagi og ég notaði ekki fengu heppnar vinkonur að eiga og svo fór ég með heilan innkaupapoka í Konukot. Ég hvet alla til þess að gera slíkt hið sama ef þeir hafa tök á og láta gott af sér leiða. Restin af snyrtivörunum var eitthvað sem ég annað hvort nota mikið sjálf eða nota í förðunarkittið, svo að allt er skipulagt og fínt hjá mér þessa dagana.

TAX FREE HUGMYNDIR

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf
 1. Þessi farði frá Lancome er að öllum öðrum ólöstuðum minn allra uppáhalds í augnablikinu! Hann gerir allt sem góður farði þarf að gera: Þekur vel, endist út daginn, mattar án þess að þurrka og sest ekki í línur. FULLKOMNUN!* 20% afsláttur af Lancome vörum auk TAX FREE afsláttar! 
 2. Bleiktóna hyljarar eru eitthvað sem ég mæli með fyrir allar konur til að má út bláa bauga, en fátt vinnur jafn vel á móti bláum tón og bleikur. Corrector frá BOBBI BROWN hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér sem litaleiðrétting undir augu – oft þarf ég heldur ekkert meira.
 3. Þessum maska mældi ég með í síðasta TAX FREE lista en ekki af ástæðulausu: Ég einfaldlega dýrka hann. Hann er svartur og er notaður að kvöldi til fyrir svefn, en svo sefur maður með hann. Maskir veitir raka, fyllir upp í línur og „plumpar“ upp húðina.*
 4. Gott augnkrem er eitthvað sem allir þurfa að eiga. Tilfinningin við að bera gott, kælandi og rakagefandi krem á augnsvæðið er ólýsanlega góð og sérstaklega eftir langar nætur. Þetta frá Clinique er eitt af mínum uppáhalds.
 5. Monsieur BIG maskarinn frá Lancome stendur undir nafni og eins og er fer ég ekki út úr húsi án þess að setja hann á mig. Hann margfaldar augnhárin án þess að klessa þau og endist ótrúlega vel. Maskarinn er nýr á markaðnum og ég get sagt með góðri samvisku að hann sé kominn í topp 3 hjá mér!* 20% afsláttur af Lancome vörum auk TAX FREE afsláttar! 
 6. Ég minntist einnig á þennan Dreamduo maska frá Glamglow og skrifaði færslu um hann ásamt nokkrum öðrum vörum, en hann er einfaldlega þess virði að minnast oft á hann. Ég mæli með því að djúphreinsa húðina vel áður en hann er notaður til að fá extra virkni og að hann komist vel inn í húðina.* 15% afsláttur af Lancome vörum auk TAX FREE afsláttar!
 7. Masterpiece eyeliner pennan frá Max Facetor hef ég ekki enn prófað en hann er klárlega á listanum hjá mér. Þrátt fyrir að nota meira „high end“ snyrtivörur slá oft svona pennar og aðrar vörur í gegn hjá mér hjá ódýrari merkjunum.
 8. Strákarnir verða auðvitað að vera með líka! Þennan skrúbb notar Sammi reglulega í sturtu og líkar mjög vel við hann. Það er líka nauðsynlegt að djúphreinsa húðina og fjarlægja dauðar húðfrumur svo að húðin stíflist ekki.
 9. Ég prófaði sheet maskana frá Origins nýlega og er ótrúlega hrifin! Húðin verður endurnærð, rakafyllt og frískleg eftir notkun. Ekki skemmir svo hvað lyktin er góð!*
 10. Þetta rakakrem, Vitamin Enriched Face Base frá BOBBI BROWN er eitthvað sem ég féll fyrir á sínum tíma þegar ég vann fyrir merkið. Lyktin er dásamleg og kremið gefur rosalega mikinn raka, er frekar þykkt og verndar húðina fyrir óhreinindum og veðurbreytingum. Svo er það stútfullt af vítamínum og steinefnum og mjög fallegt undir farða.*
 11. Mon Paris frá YSL er uppáhalds ilmvatnið mitt og nú er komin sumarlegri og léttari útgáfa af því. Ilmurinn er ótrúlega ferskur með ávaxta- og blómakeim, akkúrat eins og ég vil hafa það.
 12. Nú langar mig mjög mikið að eignast All Nighter Setting Spray frá Urban Decay eftir að Guðbjörg Lilja skrifaði um það á dögunum. Spreyið á að vera fullkomið yfir farða til þess að halda honum á allt kvöldið.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls