Ég er ótrúlega hrifin af vörunum frá RIMMEL og ekki skemmir hvað þær eru á viðráðanlegu verði. Á dögunum fékk ég að gjöf frá merkinu eftirtaldar vörur:

– Primer Base De Teint: FIX & PERFECT
– Eye Primer: MAGNIFEYES
– Augnskugga: 006 POSER
– Maskara: VOLUMES SHAKE
– Tvo varalitaglossa: PROVOCALIPS – 200 ILL CALL YOU OG 500 KISS ME YOU FOOL

PRIMERARNIR

Primerinn FIX & PERFECT er ótrúlega góður, hann lítur út eins og krem og er hvítur á litinn. Hann er léttur, dreyfist vel og húðin verður silkimjúk eftir hann. Farðinn helst mun betur á mér og mér finnst ég ekki glansa af honum eftir daginn.Ég er með órúlega olíukenda og má segja blandaða húð og finnst oft erfitt að finna primera við hæfi. Ég nota þá yfirleitt þegar ég er að fara eitthvað og var mjög ánægð með þennan frá RIMMEL, hann hentaði minni húð fullkomlega.

Augnprimerinn er æði! Hann er kremaður á litinn svo það lýsir örlitið upp augnsvæðið sem mér finnst vera kostur og opnar það. Ég hélt að það væri nóg að nota bara farða á augun en eftir smá tima þar sem ég er með olíukenda húð þá hef ég mörgum sinnum lent í þvi að augnskugginn verður bara ein klessa eða eyelinerinn minn fer á flakk. Ég fann það hins vegar með þessari vöru að það var úr sögunni. Augun héldust fín í mun lengri tima og eye linerinn á sínum stað. Ég nota líka primerinn aðalega þegar ég er að fara eitthvað fínt út eða er með mikinn eyeliner fyrir vinnuna.

FÖRÐUNARVÖRURNAR

Augnskuggin sem ég fékk ber nafnið 006 POSER er föl bleikur með smá sanseringu. Þegar ég hef notað hann hef ég alltaf fengið hrós. Mér finnst augun mín bjartari og frískari með þannan lit. Hann berst vel á og það hrynur ekkert af honum þegar þú setur hann á augun. Ég gæti trúað að hann sé flottur sem „highlighter“ á kinnbein en ég hef ekki prófað það ennþá.

Maskarinn VOLUME SHAKE er það eina sem ég var ekki alveg að tengjast við. Hann er samt mjög góður, engin klessa og burstinn greiðir vel úr hárinum. Hann lætur manni liða eins og þú sért maskaralaus á góðan hátt. Nátturuleg og falleg augnhár koma af VOLUME SHAKE maskaranum. Það er líka mjög auðvelt að ná honum af. Hann vær fullt hús stiga hjá mér sem náttúrulegri maskari en sjálf leita ég í svartari maskara sem þykkja og lengja augnhárinn mín.

PROVOCALIPS

Svo er komið að því sem ég elska mest og það eru varalitaglossarnir. Ég elska varaliti og þá helst varaliti sem haldast vel á. Ég hef skrifað um nokkra sem ég hef uppgvötað og er ánægð með en núna er það RIMMEL sem vinnur leikinn.

PROVOCALIPS – 200 ILL CALL YOU sem er nátturulegri, bleikur tónn sem ég hef verið að nota í vinnuna og svona aðeins til þess að poppa upp varirnar. Svo er það 500 KISS ME YOU FOOL sem er eldrauður. Varaglossarnir eru skiptir í tvennt; litur öðru megin og svo gloss hinumegin. Ég hef aðalega notað bara litina sjálfa því ég elska matta áferð en hef prófað glossinn yfir sem poppar litin og varirnar upp.

Þessir varalitaglossar eru „one of a kind.“ Ég skellti á mig KISS ME YOU FOOL einn sunnudaginn, fór í barnaafmæli þar ég borðaði kökur og heita rétti. Eftir það fórum við vinirnir að horfa á landsleikin þar sem ég fékk mér einn kaldan. Leiðinni var svo haldið heim þar sem ég tók til og sofnaði. Ég vaknaði og leit í spegil og brá aðeins: Varaliturinn var enn á mér og ekki nóg með það því hann var FULLKOMINN. Þessir varalitaglossar smitast ekki og ég gjörsamlega dýrka þá! Það þarf að skrúbba þá af eða nota góðan hreinsi.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Alpha girls