Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf til að prófa og skrifa sitt álit.

Eftir því sem ég öðlast meiri þekkingu á húðvörum að þá læri ég betur inn á mína húð. Fyrir löngu var sagt við mig að ég væri með blandaða húð og þá vissi ég ekkert hvað það þýddi. En í dag er ég farin að sjá hvað það segir mikið.

Á veturna þegar kólnar úti að þá verður húðin mín mjög þurr & viðkvæm og kallar á raka.  En á sumrin verður húðin meira olíukenndari og á til að glansa. Sem er allt í lagi – því ég elska að vera með náttúrulega húð á sumrin og vil helst hafa engan farða. En þegar ég geri eitthvað fínt á sumrin og vil halda farða á húðinni alla nóttina að þá finnst mér nauðsynlegt að eiga gott „setting sprey“ til að festa farðann vel á.

Ég elska vörur frá Urban Decay en ég á nokkrar vörur frá þeim og líkar mjög vel við þær! Svo ég var mjög spennt að eignast eina af vinsælustu vörum þeirra – sem margir förðunarfræðingar lofsama! All Nighter Setting Sprey sem er laust við alla olíu og hentar vel fyrir allar húðgerðir og er alveg laust við öll paraben efni.

 Þegar allur farðinn er kominn á andlitið er best að halda spreyinu frá andlitnu og spreyja tvisvar til fjórum sinnum yfir allt andlitið í formi X eða T. Spreyið gefur kælandi tilfinningu og kælir hitastigið á andlitinu svo að farðinn haldist betur allt kvöldið. Það varnar um leið farðanum frá því að setjast í fínar línur eða leka af andlitinu og það á við allan farða! Augnskugginn, hyljarinn, farðinn og púðrið helst óhreyft.

Það sem mér finnst gott við spreyið er að það klístrast ekki og þyngir ekki farðann svo hann klessist ekki saman. Ég mæli mikið með þessari vöru. Spreyið er tilvalið í sumar þar sem spreyið gefur fallegan ljóma og ferskleika!

Þangað til næst!

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.

Alpha girls