Færslan er unnin í samstarfi við BOBBI BROWN á Íslandi og vörurnar voru fengnar að gjöf

Ekki er bara farið að hlýna örlítið í veðri og sólin farin að láta sjá sig, heldur eru öll uppáhaldsmerkin mín farin að koma með æðislegar nýjungar fyrir sumarið.

Glöggir lesendur hafa jafnvel tekið eftir því í gegnum tíðina að merkið BOBBI BROWN er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég vann hjá merkinu í dágóðan tíma og tók miklu ástfóstri við vörurnar en mér finnst þær bæði mjög góðar ásamt því að umbúðirnar og hugsjón Bobbi Brown, stofnanda merkisins, heilla mig ótrúlega. Hún leggur mest upp úr því að hver kona leggi áherslu á sína náttúrulegu fegurð með förðunarvörum í stað þess að reyna að líta öðruvísi út.

Ég var svo heppin að fá að prófa tvær vörur úr Havana Brights Collection sem kom út á dögunum og inniheldur matta varaliti, þrískiptar pallettur með sólarpúðri, kynnalit og skyggingu, tvöfalda augnskuggapenna og varalitablýanta svo eitthvað sé nefnt. Ég fékk Illuminating Cheek Palette í litnum Peach sem sló heldur betur í gegn hjá mér. Ég hef alltaf haldið upp á kinnalitina og sólarpúðrin frá merkinu en þetta var í fyrsta skipti sem ég prófaði highlighter frá þeim. Litirnir í pallettunni eru vel pigmentaðir, haldast vel á og endast mjög lengi. Ég verð að segja að ég var mjög hrifin og mun koma til með að nota pallettuna  mikið í sumar en hún gefur bæði ótrúlega fallega liti og ljóma í andlitið.

Önnur varan sem ég prófaði er svo Art Stick Liquid Lip sem ég ELSKA en þetta eru varalitir með semi-mattri áferð sem er ótrúlega rakagefandi en þurrkar ekki upp varirnar eins og margir mattir varalitir virðast gera. Þetta er því fullkominn varalitur fyrir mig þar sem að ég endist oftast ekki lengi með matta varaliti á mér.

Á myndinni fyrir neðan má sjá bæði kinnalitinn, sólarpúðrið, highlighter-inn og varalitinn.

Ég mæli með því að þið kíkið til stelpnanna í BOBBI BROWN í Hagkaup Smáralind eða Lyf&Heilsu Kringlunni. Vörurnar fást einnig í Make Up Gallery á Akureyri.

Þess má geta að út daginn í dag eru TAX FREE dagar í Hagkaup og því allar vörur í BOBBI BROWN í Hagkaup Smáralind á afslætti!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls