Vörurnar í færslunni voru fengnar að gjöf 

Ég verð alltaf spennt þegar íslensk hönnun og framleiðsla er annars vegar og sérstaklega þegar það kemur að snyrtivörum. Við erum svo ótrúlega rík af náttúruauðlindum, virkum hráefnum, hreinu vatni og fallegri náttúru að það er í raun synd að ekki séu fleiri snyrtivörur framleiddar hér á landi.

Síðasta merki sem ég kynntist frá landinu okkar fagra hafa ábyggilega margir séð í hillum snyrtivöruverslana og flugvélum og heitir TARAMAR. Svörtu glerflöskurnar með grænu stöfunum vöktu strax áhuga minn þegar ég sá þær en þær sameina náttúru og vísindi í einstökum, ferskum húðvörum.

Í vörunum frá TARAMAR eru lífvirk efni úr þörungum sem tíndir eru á sérstaklega hreinum svæðum í Breiðafirði og lífrænt ræktuðum lækningajurtum. Vörurnar eru ávöxtur áralangra rannsókna sem stofnandi merkisins, Dr. Guðrún Marteinsdóttir hefur unnið að við þróun þeirra. Vörurnar eru handgerðar frá grunni, 100% Vegan, fullkomlega öruggar fyrir allan líkamann, hreinar og innihalda engin skaðleg aukaefni. Mér finnst einnig magnað að í þeim eru engin hefðbundin rotvarnarefni. Ég gæti farið mun dýpra út í rannsóknirnar og vísindin á bakvið vörurnar sem voru útskýrð fyrir mér, en ég hvet ykkur til að kynna ykkur það á heimasíðu TARAMAR. 

Mín húð er blönduð og á það til að vera bæði feit og þurr. Á tímabilum getur hún einnig orðið viðkvæm og ertist auðveldlega ef ég er mjög stressuð eða mataræði lélegt og þessvegna finnst mér algjör nauðsyn að nota góðar og vandaðar húðvörur. Ég ætla að segja ykkur frá minni reynslu af vörunum.

 DAY TREATMENT

Dagkremið frá Taramar er milliþykkt, rakagefandi krem með náttúrulegri lykt sem gengur vel inn í húðina og er fallegt undir farða. Það er andoxandi og mér fannst það draga vel úr þrota í andlitinu. Ég myndi segja að það hentaði öllum húðgerðum en þær sem eru með mjög olíumikla húð gætu viljað prófa það fyrst til að gá hvort það henti.

THE SERUM

Þessi vara fannst mér frábær. Það dreifist ótrúlega vel úr því, gengur mjög hratt inn í húðina og mér finnst það draga verulega úr fínum línum og misfellum í húðinni, ásamt því að vera æðislegt undir krem. Serumið er silkimjúkt og vanskennt með mildri lykt og það þarf mjög lítið af því til þess að ná yfir andlit og háls.

NIGHT TREATMENT

Snilldar næturkrem sem veitir mikinn raka og lífrænt vottaðar olíur án þess að vera of feitt. Ég sá mun á húðinni á mér með notkun og fannst hún vera meira „plumped“ en kremið styrkir collagen þræðina í húðinni og eykur teigjanleika hennar á meðan maður sefur. Kosturinn við TARAMAR kremin finnst mér líka að þau mynda enga klístursáferð eins og sum krem eiga það til að gera.

PURIFYING TREATMENT

Þessi olía er mitt uppáhald úr allri línunni. Hún er silkimjúk og þunn með dásamlegri lykt og skilur alls ekki eftir sig neina slikju á húðinni. Það er æðislegt að nudda henni yfir andlitið. Hún hefur tvöfalda virkni og hreinsar húðina annars vegar og þéttir hana hins vegar. Ég hef meira að segja gengið svo langt að leyfa olíunni að liggja á andlitinu í smá tíma eftir hreinsun, en húðin verður mjúk og rakamikil eftir notkun. Vanalega hef ég notað olíuna eftir farðahreinsun sem yfirborðshreinsun þó að hægt sé að nota hana á alla vegu eins og manni hentar.

Ég hvet ykkur eindregið til þess að kíkja á þessar vörur á næsta sölustað. Þær eru bæði seldar í völdum verslunum Hagkaups, í versluninni Maí á Garðartorgi og helstu apótekum. Ef ykkur langar að fræðast meira um vörurnar er hægt að smella á hlekkinn fyrir ofan ásamt Facebook síðu þeirra og fylgja þeim á Instagram.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls