Vörurnar í færslunni voru fengnar að gjöf

Gullpenninn eins og hann er oft kallaður hérlendis, eða Touche Éclat hefur verið mest selda vara YSL í mörg ár og ég held að flestar ef ekki allar konur viti um hvað sé verið að tala þegar maður minnist á hann.

Nú hefur merkið sent frá sér nýja afmælisútgáfu (Star Collector) af pennanum sem ég er að elska, en umbúðirnar eru þaktar stjörnum og varan kemur í skemmtilegum pakka með stjörnu-confetti. Ég dýrka öll svona smáatriði og finnst svo gaman að næla mér í „limited editions.“ Fyrir þá sem ekki vita þá er gullpenninn frábær til að hylja bauga og birta yfir þeim stöðum á andlitinu sem manni hentar og ekki af ástæðulausu að hann er svona gífurlega vinsæll.

Þar að auki kom sígildi maskarinn þeirra, Volume Effet Faux Cils líka í Star Collector umbúðum. Maskarinn lengir og þykkir vel augnhárin ásamt því að greiða úr þeim.

Ég fékk svo að prófa ótrúlega spennandi nýjungar frá merkinu sem var annars vegar „cushion“ útgáfa af Touche Éclat farðanum (Touche Éclat Cushion Foundation) sem kemur í æðislegu boxi með neti yfir. Hann er ólíkur síðasta cushion farða frá merkinu að því leyti að hann þekur mun betur og netið kemur í staðinn fyrir svampinn sem er á hinum. Persónulega fíla ég netið betur og finnst varan endast lengur í þannig umbúðum. Púðinn sem kemur með er svo tvískiptur eftir því hvernig áferð maður vill ná fram af farðanum.

Hinsvegar prófaði ég fljótandi highlighter sem heitir Touche Eclat Glow Shot sem að mínu mati er frábær viðbót við flóruna þar sem að ég er alltaf að leita að einhverju náttúrulegra en púðurhighlighter, sérstaklega fyrir sumarið! Hann kemur í þremur litum og er gullfallegur til að setja ofan á kinnbein, fyrir ofan varir og á fleiri staði sem maður vill fá fallegan ljóma á.

Hér fyrir neðan sjáið þið  farðann, highlighterinn og gullpennann í notkun. Ég notaði farðann þannig að hann myndi hylja betur, sem hann gerði fullkomlega. Gullpenninn stendur svo alltaf fyrir sínu og highlighterinn er ótrúlega náttúrulegur.

YSL vörurnar eru seldar í völdum apótekum og verslunum Hagkaups.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls