Færslan er unnin í samstarfi við Guerlain.

Guerlain hefur alltaf haft ákveðið tilfinningalegt gildi fyrir mér en mín fyrsta minning af snyrtivöru er einmitt frá Guerlain. Ég man að ég læddist mjög oft í snyrtiskúffuna hennar mömmu einungis til að horfa á púðurdósina hennar sem var fagurgyllt með mynstri í allskonar pastellitum en hún innihélt einmitt hið klassíska regnboga púður í föstu formi, ekki litlu kúlunar. Veit að mamma á ennþá púðurdósina, rúmum 25 árum seinna (engar áhyggjur, ég er búin að uppfæra púðrið hennar). Hef alveg öruglega sagt þessa sögu oftar en einu sinni á Pigment.is.

Mon Guerlain er nýjasta viðbótin í ilmvatnssafnið mitt. Það hefur ekki enn fengið að fara uppí hillu heldur stendur ilmvatnið á miðju borðstofuborði eins og er, bara svo ég geti dáðst að flöskunni.

Ilmurinn er einstaklega kvennlegur og samanstendur af Lavander, Jasmín, Sandalwood og Vanillu.

Innblásturinn af Mon Guerlain er engin önnur en andlit ilmsins Angelina Jolie sem er ein af mínum allra uppáhalds og mitt eilífa „girl crush“. Angelina Joile er ekki bara falleg í útliti heldur er hún virkilega fallegur persónuleiki og hefur unnið mikið með sameinuðu þjóðunum. Ég held að ég sé ekki að fara með rangt mál um að Mon Guerlain sé fyrsta snyrtivaran sem að Angelina hefur sett nafn sitt við. Guerlain hefur eins og hjá mér mikið tilfinningalegt gildi hjá Angelinu en Guerlain var eitt af uppáhalds merkjum móður hennar.

Ég þurfti ekki einu sinni að finna lyktina af ilminum til að vita að ég myndi elska ilmvatnið. Til að byrja með er vökvinn bleikur sem segir ekki mikið en öll ilmvötn sem ég hef getað notað og elskað hafa verið bleik af einhverjum ástæðum.

Mon Guerlain fæst í Hagkaup Smáralind, Lyf & Heilsu Kringlunni, Snyrtivöruversluninni Glæsibæ, Leila Boutique Eiðistorgi, Make up Gallerý Glerártorgi og Sigurboganum Laugarvegi.

Iðunn Jónasar
Iðunn Jónasar er 28ára förðunarmeistari og mikill fagurkeri. Þið eruð líklegust til að finna Iðunni úti að hjóla, nálægt förðunarvörum eða að skoða allt koparlitað.
Alpha girls