Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf 

Mario Badescu andlitshreinsir og andlitsvatn

Um daginn eignaðist ég nýjan andlitshreinsi og andlitsvatn frá Maria Badescu. Eins og ég hef áður nefnt að þá hugsa ég vel um húðina á mér og sé alltaf meira og meira hvað það er mikilvægt að hafa góða og hreina húð. Á kvöldin áður en ég fer að sofa, hreinsa ég alltaf á mér húðina og ber á hana góðan raka. Spurning hvort ég geri bráðlega færslu um húðrútínuna mína, það er aldrei að vita.

Cucumber Cream Soap er mjög mildur andlitshreinsir og hentar fyrir allar húðgerðir. Hann er hugsaður sem andlitshreinsir fyrir létta förðun.Ef þið eruð að leita ykkur að andlitshreinsi sem hreinsar mikla förðun og maskara að þá er þetta ekki rétta varan. Ef þið eruð með mikla förðun að þá er best best að nota annan förðunarhreinsi á undan og svo þennan eftir á.

Mér finnst þessi andlitshreinsir góður og gefur kælandi tilfinningu sem ég elska. Hann er laus við alla olíu en gefur húðinni minni góðan raka og verður hún mjög mjúk eftir að hafa notað hann, sem ég elska. Ég spái mikið í lyktum af vörum og finnst mér hann lykta mjög frískandi og er gaman bera hann á sig því hann er svo skemmtilega shimmer grænn. Andlitshreinsirinn fæst HÉR.

Eftir að hafa notað andlitshreinsirinn nota ég andlitsvatnið Aloe Vera Toner. Andlitsvatnið hentar öllum húðgerðum og er mjög milt og gott. Andlitsvatnið hentar öllum húðgerðum og þá sérstaklega fyrir þau sem hafa mjög viðkvæma húð og þurra húð. Við fyrstu notkun elskaði ég vöruna strax. Húðin varð extra hrein, mjög mjúk og mér sveið ekki undan henni.

Í vörunni er formúla sem vinnur með aloe vera og hjálpar til við að minnka ertingu húðar, hreinsar óhreinindi af yfirborði húðar ásamt að hreinsa húðholur. Mario Badescu Aloe Vera Tónn er mjög vægt andlitsvatn fyrir viðkvæmasta og þurra húð. Aloe Vera formúlu sefa ertingu og fjarlægie stíflur úr svitaholum og óhreinindi af yfirborði húðarinnar. Andlitsvatnið fæst HÉR.

Ég mæli mikið með þessum vörum sem eru að leita að góðum og mildum andlitshreinsi og eru að forðast olíukenndar vörur. Einnig mæli ég með andlitsvatninu fyrir alla og sérstaklega viðkvæmar og þurrar húðgerðir því andlitsvatnið er laust við allt alkahól, sem er kostur.

Hægt er að nálgast vörurnar & skoða úrvalið hjá Mario Badescu HÉR hjá fotia.is

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.

Alpha girls