Þegar RIMMEL kom til Íslands fyrir rúmu ári síðan prufaði ég nokkrar vörur frá þeim sem ég féll fyrir og hef ekki notað annað síðan, til dæmis farðinn, púðrið og hyljarinn. Ég verð að segja að það kom mér mjög á óvart hversu góðar vörurnar eru. Nú um daginn fékk ég sendan gjafapoka með nokkrum vörur frá merkinu og skellti ég því í „soft smokey look.“

Lasting Finish farðinn stendur sko aldeilis fyrir sínu en hann helst á allan liðlangan daginn og hentar mjög vel að nota stay matte púðrið yfir. Ég hef verið að nota þessa tvennu í rúmt ár núna. Fix Perfect er grunnur undir farða, hann gerir húðina sléttari og mýkri.

Ég elska litina í augnskuggapallettunni, augnskuggarnir eru líka mjög vandaðir og auðvelt að vinna með þá. Maskarinn heitir Super Curler og hann þykkir og brettir uppá augnhárin. Ég elska líka Contour pallettuna en í henni eru dökkur litur til að skyggja, kinnalitur og highlighter en það er ótrúlega þægilegt að hafa þetta allt í einni vöru.

 

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!

Alpha girls
Deila
Fyrri greinTOPP 5 HÁRVÖRURNAR
Næsta greinROSE GOLD