Grænir og fjólubláir tónar eru mínir allra uppáhalds litir og þá aðallega þegar það kemur að förðun. Fjólutónar gera til dæmis græn augu extra græn og það þarf ekkert endilega að vera augnskugginn. Það að vera með fjólutón á vörunum er stundum allveg nóg til að græni augnliturinn virki bjartari.

Öll áherslan fyrir förðun vikunnar er því fjólutónavaralitur. Oftar en ekki þegar ég er á leiðinni út og þarf að vera aðeins fínni en venjulega en nenni kannski samt enganvegin að mála mig mikið. Þá geri ég húðina fína og vanda mig við augabrúninar, maskara mig og set svo varalit í áberandi lit. Nenni ekki einu sinni augnskugga.

Ég keypti mér þennan fjólutóna varalit frá Jeffree Star á dögunum, liturinn heitir Sagittarius eða Bogamaður. Ég varð því að kaupa litinn eingöngu útaf nafninu, þar sem ég er Bogamaður. Hef samt ekkert vit á hvað stjörnumerkin eiga að þýða eða neitt þvíumlíkt en þetta voru bara örlög og því varð ég að eignast litinn.

Hvernig líst ykkur á að ég geri færslur um nokkra af mínum uppáhalds varalitum, GUÐmundur má vita að ég á nóg til af varalitum. Við gætum gert topp fimm af hverjum litatón, til dæmis bleik nude, brún nude, appelsínugula, rauða, bleika og svo framvegis.

Þorið þið að vera með varalit sem að er óhefðbundinn?

/AUGU

/VARIR

/HÚÐ

Allur vöru listinn er hér fyrir neðan með linkum inná instagram síður merkjana sem ég notaði. Sum merkin eru fáanleg á Íslandi og önnur ekki.

Iðunn Jónasar
Iðunn Jónasar er 28ára förðunarmeistari og mikill fagurkeri. Þið eruð líklegust til að finna Iðunni úti að hjóla, nálægt förðunarvörum eða að skoða allt koparlitað.
Alpha girls