Færslan er unnin í samstarfi við YSL á Íslandi.

Mér finnst hreint og beint æðislegt hvað YSL hefur náð að umbreyta ímynd sinni á nokkrum árum! YSL slakar því ekkert á með vorlínunni sinni, þessi augnskugga palettu pakkning er guðdómleg. Ekta safngripur fyrir snyrtivöru áhugamenn og konur.

Það er smá 80’s fílingur í vorlínunni sem er bara skemmtilegt. YSL augnskuggar eru litasterkir og blandast mjög vel, mæli samt sem áður alltaf með að setja einhvern grunn eins og hyljara eða það sem virkar fyrir ykkur.

Færslan er unnin í samstarfi við YSL á Íslandi.

Litirnir í palettuni eru ekki fyrir þá sem eru hræddir við liti. Samfélagsmiðlanir hafa samt sem áður verið rauðglóandi af ferskjulituðum förðunum og ferskjulitinir eru bara nokkuð klæðilegir. YSL palettunar eru skiptar niðrí fimm mismunandi liti sem eru svo í þeirri stærðaröð sem að henntar best fyrir förðun.

  • Ljósasti – Augabrúnabeinið og í innri augnkrók
  • Bleiki – Blöndunarlitur
  • Appelsínu/rauði – Dýpt í skyggingu
  • Ferskjulitur – Yfir allt augnlokið
  • Svarti – Eyeliner, dýpt í skyggingu o.fl.

Ég gerði förðun með palettunni sem er hér neðst í færslunni og fór nokkurnvegin eftir litla listanum við förðunina. Ferskju/bleikir tónar geta verið fallegir við hvaða augnlit og húðlit sem er. Það eina sem mér finnst virkilega mikilvægt þegar litir eru notaðir á augun er að halda húðinni látlausari og jafna út húðlitinn að bestu getu.

Færslan er unnin í samstarfi við YSL á Íslandi.

Ég dýrka hvít naglalökk og finn svo mikla nostalgíu við að nota þau. Hver hefur ekki notað tippex til að lita neglunar hvítar í grunnskólanum? Eða er tippex ekki enn til annars? Hvítt naglalakk er samt sem áður frekar vandasamt í ásettningu og þarf oft 2-3 umferðir til að ná litnum jöfnum, þetta á við öll hvít naglalökk sem ég hef prófað.

Var ég búin að nefna að það er TAX FREE að byrja í dag (fimmtudaginn 2. febrúar). Ég mæli með að kíkja á dömunar í YSL og fá þær til að sýna ykkur þessa fallegu vörur í næstu Hagkaupsverslun. Þið getið fylgst nánar með YSL á Íslandi HÉR á Facebook síðunni þeirra.

 

Iðunn Jónasar
Iðunn Jónasar er 28ára förðunarmeistari og mikill fagurkeri. Þið eruð líklegust til að finna Iðunni úti að hjóla, nálægt förðunarvörum eða að skoða allt koparlitað.
Alpha girls