Ég verð bara að deila með ykkur þessum dásamlegu nýju andlitshreinsum frá L’Oréal en ég fékk þá að gjöf. Ég elska leirmaskana sem komu, sáu og sigruðu íslensk hjörtu á síðasta ári og því var ég ekkert lítið spennt þegar ég frétti af þessum girnilegu leirhreinsum. Þeir koma í þremur mismunandi gerðum eins og maskarnir; grænn, svartur og rauður.

Ég klikkaði reyndar á að hafa græna maskann með á myndinni en ég nota hann ekki eins oft og hina tvo þar sem ég er með mjög þurra húð.

Græni hreinsirinn: Inniheldur eucalyptus en hann er því einstaklega hreinsandi, mattandi og frábær fyrir olíumikla húð.

Rauði hreinsirinn: Er kornaskrúbbur sem inniheldur rauða þörunga sem þétta áferð húðarinnar.

Svarti hreinsirinn: Gelhreinsir sem inniheldur kol sem djúphreinsa húðina ásamt því að gefa henni ljóma.

Maskarnir frást í verslunum Hagkaups og apótekum.

Ásdís Gunnars
Ásdís Gunnars er förðunarfræðingur, klæðskeri, eiginkona, hundaeigandi og móðir sem hefur mikinn áhuga á öllu fyrir heimilið og að hafa fallegt í kringum sig.
Alpha girls