Ég birti færslu í samstarfi við YSL í síðustu viku þar sem ég prófaði nýja augnskugga palettu frá merkinu. Langaði að gera tvær færslur úr einni til að segja ykkur aðeins betur frá förðunini sjálfri og vörunum sem voru notaðar.

Innblásturinn af þessari förðun er hinn eini sanni Jeffree Star. Jeffree rokkar ferskju/bleika liti daglega sem sýnir bara hversu klæðilegur þessi litur getur verið. Ég fékk svo smá kast að vilja ekki setja neitt undir augun nema maskara, þrátt fyrir að förðunin er mikil um augun. Gaman að breyta til og vera ekkert endilega að setja lit í hring í kringum augun, getur einnig verið flott að nota palettuna bara undir augun.

Vil taka það fram að ég er ekki einungis að tala um bjarta, mikla fersku/bleika tóna. Látlaus förðun með þessum litatónum getur gert heilmikið. Einnig eru ferskjutóna litir algjört æði fyrir komandi fermingartímabil. Enda eru ferskju/bleik tóna litir virkilega fallegir í náttúrulega förðun.

/AUGU

/VARIR

/ANDLIT

Allur vöru listinn er hér fyrir neðan með linkum inná instagram síður merkjana sem ég notaði. Sum merkin eru fáanleg á Íslandi og önnur ekki.

 

Iðunn Jónasar
Iðunn Jónasar er 28ára förðunarmeistari og mikill fagurkeri. Þið eruð líklegust til að finna Iðunni úti að hjóla, nálægt förðunarvörum eða að skoða allt koparlitað.
Alpha girls