Færslan er ekki kostuð 

Fyrir þá sem voru jafn spenntir og ég yfir nýju Ultimate Glow Kit pallettunni úr smiðju Anastasia Beverly Hills, þá getið þið tekið gleði ykkar núna þar sem að palletan er loksins komin í sölu inni á Nola.is! 

Þessi fegurð fékk að sjálfsögðu að fljóta með mér heim um leið og hún kom í verslunina og ég hef ekki notað annan highlighter síðan. Litirnir eru hver öðrum fallegri en þeir eru einnig örlítið grófari en í hinum Glow Kit pallettunum svo að það kemur aukinn ljómi af þeim öllum. Ég nota litina bæði á kinnbein, nef, fyrir ofan varir og sem augnskugga þegar vel liggur á mér.

Hér fyrir neðan sjáið þið útkomuna á minni húð, en ég setti litinn White Sand á kinnbein og ofan á nef sem gefur ótrúlega fallegan ljóma. Varaliturinn heitir Veronica og er frá Anastasia Beverly Hills og augnskuggarnir eru frá NABLA (Narciso, Juno Moon og Daphne N°2). Eins og þið sjáið þá er ég jafn ljós og A4 prentarablað þessa dagana sökum sólarleysis (sem vinnst vonandi upp í sumar) og svo hef ég ekki sett á mig brúnkukrem í um tvær vikur. En þegar ég verð örlítið dekkri fer ég að nota hina litina í pallettunni mun meira fyrir sólkysst útlit.

Ég mæli með því að þið nælið ykkur fljótlega í Ultimate Glow Kit þar sem að það kom í takmörkuðu upplagi. Einnig er 15% afsláttarkóði fyrir Snapchat fylgjendur Nola (nola.is)! 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls