Færslan er unnin í samstarfi við Estée Lauder á Íslandi

Það er langt síðan ég hef skrifað almennilega umfjöllun hér á blogginu, en þetta er sú fyrsta á árinu. Einnig vill svo skemmtilega til að hún er um eitt af mínum uppáhalds lúxusmerkjum; Estée Lauder og ég hef verið fastakúnni á nokkrum vörum þar síðan.

Double Wear farðann kannast líklega flestir við, en hann hefur farið sigurför um heiminn síðan hann kom fyrst út. Helsti kosturinn við farðann er sá að hann helst á í gegnum nánast allt; svita, vinnudaga, veðurfar og fleira. Einnig Þess vegna varð hann líka svona vinsæll, þar sem að vinnandi konur þurftu ekki lengur að hafa áhyggjur af því að bæta stöðugt á sig yfir daginn. Áður en ég kynntist honum núna hafði ég ekki mikla reynslu af Double Wear förðunum en hafði þó prófað Perfectionist frá merkinu sem er annar farði. Ég setti hann á mig um morgunn fyrir vinnu og hann hélst á, óhreyfður allan daginn! Þar sem að ég er búin að vera að leita mér að farða sem helst á andlitinu kom það skemmtilega að óvart og mun þessi verða fastagestur hjá mér hér eftir. Áferðin á farðanum var frekar mött en náttúruleg, enda er hann olíufrír. Hann inniheldur miðlungsþekju sem er hægt að byggja upp en það er mikill kostur þar sem að húðin mín er að eðlisfari frekar ójöfn eftir bólur á unglingsaldri.

Á myndinni fyrir neðan má sjá farðann á andlitinu, en ég notaði enga filtera.

Nýr meðlimur í Double Wear fjölskyldunni er meðal annars Double Wear Nude Cushion Stick Radiant Makeup sem kemur í handhægu stifti með púða á endanum til að dreifa úr farðanum. Eftir að hafa prófað hann er ég MJÖG hrifin! Hann er þynnri en upprunalegi farðinn og því ótrúlega hentugur til að hafa í veskinu og laga sig til yfir miðjan daginn. Svo er hann líka fullkominn fyrir daglega notkun fyrir þær sem vilja létta til miðlungsþekju. Hann hreyfist ekki á andlitinu frekar en hinn og er samt ótrúlega náttúrulegur.

Þá er það varan sem kom mér mest að óvart! Ég verð að segja að ég er yfirleitt mjög kröfuhörð á svokölluð „setting spray“ og rakasprey, en varð strax mjög spennt þegar ég sá þetta. Set + Refresh Perfecting Makeup Mist kom út árið 2015 og vakti mikla lukku. Það endurnærði mig alveg við notkunina ásamt því að halda farðanum betur á að mér fannst. Svo var þetta bara eins og að gefa húðinni að drekka! Ég er oftast með um tvær tegundir af rakaspreyi í umferð í einu og mér sýnist á öllu að þetta verði mikið notað. Enda ótrúlega gaman að eiga svona sprey frá flottu merki eins og Estée Lauder.

Ég mæli einnig með því að þið kíkið á annan af nýjustu förðunum, en það er Double Wear Makeup To Go Liquid Compact, sem er í handhægri dós. Það á að vera mjög svipað og Double Wear, nema meira rakagefandi og frekar ætlað fyrir þurrari húðgerðir.

Ég mæli eindregið með því að þið kíkið á Estée Lauder Double Wear kynningardaga frá 12.-14. janúar í Lyf&heilsu Kringlunni. Sérfræðingur frá Estée Lauder verður á staðnum og aðstoðar viðskiptavini við að velja réttan farða, sem er alls ekki verra þar sem að úr mörgum er að velja. Það verður einnig 20% afsláttur af öllum Estée Lauder Double Wear förðum og kaupauki fylgir með öðrum Estée Lauder vörum meðan birgðir endast!

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir nafninu Pigment.is 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls
Deila
Fyrri greinMUNUM DAGBÓKIN 2017
Næsta greinJÁTS!